Sögustund í barnadeild á Vetrarhátíð
Þorvaldur Davíð les úr Sokkalöbbunum á safnanótt kl. 18:00.
Frítt inn og öll velkomin.
Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.
Höfundar bókarinnar eru rit-og myndhöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Hér leiða þau saman hesta sína í gullfallegri sögu fyrir lítil börn með stórar tilfinningar.