23.jan 12:15 - 13:00

Tveir flyglar á hádegistónleikum

Salurinn

Píanóleikararnir Peter Máté og Zeynep Üçbaşaran bjóða upp á óformlega hádegistónleika í Salnum, fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:15. Efnisskráin er fjölbreytt og forvitnileg en hún er hluti af tónleikadagskránni All Roads Lead To Paris: Music for Two Pianos“ sem píanóleikararnir tveir munu bjóða upp á á tónleikum í Modena á Ítalíu og í Istanbul og Mersin í Tyrklandi nú í vor.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Efnisskrá:

Frank Martin                                   
Overture and Foxtrot                                               

George Enescu                                
Variations, Op.5            

Robert Casadesus                            
Danses méditérranées  

I Sardana
II Sarabande
III Tarantella

Alexander Scriabin                          
Fantasy, Op.posth.                                          

Nánar um flytjendur.

Peter Máté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá ungum aldri en lauk einleikara- og kennarameistaragráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárum sínum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989.

Peter hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum, t.d. með Tríói Reykjavíkur og Kammertríói Kópavogs víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Í febrúar 2012 frumflutti Peter píanókonsert Jóns Ásgeirssonar á Akureyri ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Nánar.

Tyrkneski píanóleikarinn Zeynep Üçbaşaran hóf píanónám fjögurrra gömul við Konservatoríuna í Istanbul. Hún stundaði framhaldsnám í tónlist við Tónlistarakademíuna í Búdapest, Tónlistarháskólann í Freiburg og Háskólann í Suður-Kaliforníu. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn og komið fram á tónleikum víða um heim.
Nánar.

Deildu þessum viðburði

04
sep
Salurinn
06
sep
Salurinn
26
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
02
okt
Salurinn
09
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

10
júl
Salurinn
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
14
ágú
17
ágú
Salurinn
04
sep
Salurinn
06
sep
Salurinn
07
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn

Sjá meira