Píanóleikararnir Peter Máté og Zeynep Üçbaşaran bjóða upp á óformlega hádegistónleika í Salnum, fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:15. Efnisskráin er fjölbreytt og forvitnileg en hún er hluti af tónleikadagskránni All Roads Lead To Paris: Music for Two Pianos“ sem píanóleikararnir tveir munu bjóða upp á á tónleikum í Modena á Ítalíu og í Istanbul og Mersin í Tyrklandi nú í vor.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Efnisskrá:
Frank Martin
Overture and Foxtrot
George Enescu
Variations, Op.5
Robert Casadesus
Danses méditérranées
I Sardana
II Sarabande
III Tarantella
Alexander Scriabin
Fantasy, Op.posth.
Nánar um flytjendur.
Peter Máté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá ungum aldri en lauk einleikara- og kennarameistaragráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárum sínum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989.
Peter hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum, t.d. með Tríói Reykjavíkur og Kammertríói Kópavogs víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Í febrúar 2012 frumflutti Peter píanókonsert Jóns Ásgeirssonar á Akureyri ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Tyrkneski píanóleikarinn Zeynep Üçbaşaran hóf píanónám fjögurrra gömul við Konservatoríuna í Istanbul. Hún stundaði framhaldsnám í tónlist við Tónlistarakademíuna í Búdapest, Tónlistarháskólann í Freiburg og Háskólann í Suður-Kaliforníu. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn og komið fram á tónleikum víða um heim.
Nánar.