30.apr ~ 10.ágú

Guðrún Bergsdóttir

Gerðarsafn

1970-1924

Guðrún vann mest með útsaum í sinni list og þróaði sérstakan stíl sem vekur aðdáun og höfðar til fólks á ólíka vegu en verk hennar tengjast bæði handverkshefðinni og geómetrískri abstrakt list. Yfirlitssýning með verkum Guðrúnar opnar í Gerðarsafni 30. Apríl 2025 í sýningarstjórn Hildigunnar Birgisdóttur. Samhliða sýningunni kemur út bók á vegum fjölskyldu Guðrúnar um feril og verk listakonunnar.

Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1970. Hún byrjaði að vinna við myndlist eftir þrítugt og fór þá að nota nál, garn og striga á persónulegan hátt og byrjaði að sauma þær myndir sem hún er hvað þekktust fyrir. Hún vann beint á strigann, spor fyrir spor, flöt fyrir flöt, án forskriftar. Áður hafði Guðrún unnið teikningar, munstur með tússi á pappír sem svipar um margt til útsaumsmynda hennar.

Á 18 ára tímabili bjó Guðrún til 66 útsaumsmyndir. Verk hennar þróuðust frá beinum línum og stórum ferningum yfir í smærri og lífrænni form þar til formfestan nánast hvarf uns hún setti einungis eitt krosssaumsspor í hverjum lit á flötinn. Í yngstu verkum Guðrúnar iðar flöturinn af lífi.

Guðrún sýndi verk sín margoft á vettvangi Listar án landamæra og á ýmsum söfnum og sýningarstöðum frá árinu 2003 til ársins 2023 en hún var listamanneskja Listar án landamæra árið 2011. Hún hélt bæði einkasýningar og tók þátt í samsýningum á ferli sínum og tókst með stórbrotnum verkum sínum að kljúfa sýnilega og ósýnilega múra okkur öllum til góðs.

Byggt á grein eftir Margréti M. Norðdahl

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
31
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Gerðarsafn
02
apr
Bókasafn Kópavogs
02
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

01
apr
Gerðarsafn
03
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira