18.maí 15:00 - 16:00

Innsýn í grafíklist | Valgerður Hauksdóttir | Alþjóðlegi safnadagurinn

Gerðarsafn

Gerðarsafn
Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum 18. maí fjallar Valgerður Hauksdóttir um grafíklist og mismunandi aðferðir innan miðilsins. Á sýningunni Barböru má sjá grafíkverk frá upphafi ferils Barböru Árnason en hún var einn frumkvöðla grafíklistar á Íslandi. 

Barbara kynntist grafík í listaskólanum í Winchester og kom fljótlega í ljós að hún hafði einstaka hæfileika í því að ná fram ótrúlegum smáatriðum í tréstungum sínum en tréstungan gerir miklar kröfur til þeirra listamanna sem fást við hana. Barbara lagði málmristu og tréstungu fyrir sig síðustu tvö árin í Royal College of Art í London og verk hennar frá þessum tíma sýna að Barbara hafði nú þegar náð framúrskarandi tökum á tréstungulistinni. Stuttu síðar var Barbara tekin inn í breska grafíkfélagið yngst allra félaga til þessa.

Valgerður Hauksdóttir er myndlistarmaður og grafíklistamaður. Hún er með meistaragráðu frá University of Illinois – Champaign / Urbana og BFA frá University of New Mexico – Albuquerque. Hún hefur starfað við kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum, Listaháskóla Íslands og Indiana University. Hún hefur sýnt verk sín víða bæði hér heima og erlendis.

Aðgangur er ókeypis í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum. Verið öll hjartanlega velkomin!

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

13
júl
Menning í Kópavogi
14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira