Hinir árlegu jólatónleikar Karlakórs Kópavogs verða haldnir í Digraneskirkju laugardaginn 6.desember og sunnudaginn 7. desember kl. 15.
Líkt og undanfarin ár mun Skólakór Kársness syngja inn jólin með karlakórnum en sérstakur gestur er Vala Guðnadóttir, söng- og leikkona.
Að loknum tónleikum verður gestum boðið upp á heitt kakó og ljúffengar piparkökur.
Aðrir einsöngvarar eru: Garðar Eggertsson, Jón Marteinn Gunnlaugsson og Ólafur M. Magnússon.
Stjórnandi Karlakórs Kópavogs: Sigurður Helgi
Stjórnandi Skólakórs Kársness: Álfheiður Björgvinsdóttir
Píanóleikari: Hrönn Þráinsdóttir
Orgelleikari: Kristján Hrannar Pálsson
Miðasala er hjá kórfélögum og á Tix.is.
Miðaverð: 5000 fyrir fullorðna og 2000 fyrir börn yngri en 12 ára.










