19.apr 2026 13:30

Vindlareykur og frönsk veðurbrigði

Salurinn

Salurinn
3.900 - 4.500 kr.

Gunnhildur og Ingunn Hildur vilja með þessari aðgengilegu og krefjandi efnisskrá bjóða upp á fjölbreytilega tónleikaupplifun með vísun í innbyrðis tengingar tónskáldanna við franska tónlistarmenningu.

Marie-Juliette Olga Boulanger eða Lili Boulanger var undrabarn og sex ára gömul byrjaði hún að sækja tíma í Conservatoire de Paris hjá hörpuleikurunum Marcel Tournier og Alphonse Hasselman. Einnig lærði hún á fiðlu, celló og píanó og 16 ára gömul hóf hún nám í tónsmíðum hjá Georges Caussade og Paul Vidal. Gabriel Faure var fjölskylduvinur og áhrifavaldur í lífi og tónsköpun ungu stúlkunnar. Lili var fyrsta konan til að vinna Prix de Rome tónskáldaverðlaunin og hafði hún víðtæk áhrif sem kennari og tónskáld á stutti ævi sinni en hún lést úr Crohn´s sjúkdómnum 24 ára gömul. Lili samdi óperur og kammerverk undir áhrifum impressionisma þess tíma en skapaði jafnframt sinn sérstaka stíl sem hafði mikil áhrif á komandi kynslóðir. Kórverkin þykja bera bragð frá tónlist Wagners og Debussy, Deux Morceaux eru tvö ólík element að verki, Nocturne er samin 1911, innhverf og seiðandi og tileinkað Marie-Danielle Parenteau. Cortége er samið 1914, tileinkað fiðluleikaranum Yvonne Astruc og margrætt og ögrandi í stílbrigðum. Bæði verkin voru gefin út 1918 sem Deux Morceaux, á dánarári tónskáldsins.

William Bolcom er fæddur í Bandaríkjunum en sótti m.a. tónlistarmenntun sína til Parísar, þar sem hann lærði tónsmíðar hjá Olivier Messiaen. Bolcom komst óvænt í kynni við franska tónskáldið Darius Milhaud, sem hafði flúið til Bandaríkjanna 1940 undan ofríki nasismans. Milhaud varð mentor Bolcom og hafði mikil áhrif á tónsmíðar hans. Eftir stríðslok sneri Milhaud aftur til Parísar og kom Bolcom í kynni við tónskáldið og píanóleikarann Simone Plé-Caussade, einnig sótti Bolcom tíma hjá Jean Rivier samhliða tónsmíðanámi hjá Messiaen. Bolcom sónatan er samin 1978 og straumar postmodernisma seytla um kaflana fjóra. Sónatan hefst á ragtime stíl og leiðir hlustandann um landamæri klassískrar tónlistar og dægurtónlistar, sem er eitt höfundareinkenna Bolcom. Second Sonata var frumflutt 1979 af jazzfiðluleikaranum Sergiu Luca og tónskáldinu sjálfu við píanóið.

Elín Gunnlaugsdóttir lærði tónsmíðar á Íslandi og Hollandi. Hún er búsett á Selfossi og hefur sl. 15 ár dvalið reglulega við tónsmíðar í París. Elín hefur samið einleiksverk, kammertónlist og kórtónlist. Elín notar ólíkar leiðir í tónsköpun sinni og vinnur útfrá textum, ljóðum, hugmyndum og stílbrigðum. Sem dæmi er verk fyrir altflautudúett samið í París vorið 2023 og er mósaík úr gömlum sálmi í sálmabók Guðbrands frá 1589. Annað dæmi er söngverkið ,,Blóm, loðhrím og regn“ við texta úr Austantórum eftir Jón Pálsson. Kaflinn sem textarnir eru teknir úr heitir Ýmis veðurmerki og þar má t.d. lesa að ,,lægðir séu dularfull fyrirbæri“. Öróperurnar Halfway Down og Busy við texta eftir A.A. Milne samdi Elín fyrir Óperudaga 2023 og Myrka Músíkdaga 2024.

Francis Poulenc samdi sónötuna 1942/43 fyrir franska fiðluleikarann Gillette Neveu, sem lést í flugslysi 1949. Það ár endurskoðaði Poulenc lokakafla sónötunnar. Sónatan er tileinkuð spænska skáldinu Federico Garcia Lorca, sem myrtur var 1936 í upphafi spænsku borgarastyrjaldarinnar. Sónatan er lituð harmdauða skáldsins með sínum skörpu, áleitnu og rythmísku mótívum, ásamt tregablöndnum og ljóðrænum laglínum að hætti Poulenc. Sónatan er kraftmikil og skörp skil eru á milli öfga, þar sem Poulenc setur fram fegurð lífsins samhliða stríðsógn og dauða.

Efnisskrá

Lili Boulanger (1893-1918): Deux morceaux fyrir fiðlu og píanó
William Bolcom (1938): Second Sonata fyrir fiðlu og píanó
Elín Gunnlaugsdóttir (1965): Frumsamið verk fyrir tilefnið, fyrir fiðlu og píanó
Francis Poulenc (1899-1963): Sonata fyrir fiðlu og píanó

Deildu þessum viðburði

15
feb
Salurinn
08
mar
Salurinn
19
apr
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

17
jan
Gerðarsafn
19
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

31
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

07
feb
02
nóv
Salurinn
15
feb
Salurinn
19
feb
Salurinn
25
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn
01
mar
Salurinn
05
mar
Salurinn

Sjá meira