Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, viðkvæmni, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í verkinu birtist margra ára farsælt listrænt samstarf Evu Signýjar Berger hönnuðar og Katrínar okkur á nýjum vettvangi þar sem listform fléttast saman og úr verður taktföst alda upplifana. Titill verksins endurspeglar ölduna sem hreyfiform en vísar einnig í tímann og söguna, hið gamla og nýja.
Gestir geta staldrað við og notið sýningarinnar eins lengi og þeir vilja. Dansararnir verða í rýminu til 26. júní og aftur síðustu sýningarvikurnar. Verkið stendur sem innsetning allt til 4. september.
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Anais Barthe, Halla Þórðardóttir, Heba Eir Kjeld, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Védís Kjartansdóttir
Samstarfsaðilar: Listahátíð í Reykjavík, Multiplie Dance Festival & DansiT, (Throndheim), Finlayson Art Area (Tampere)
Ljósmynd: Owen Fiene, 2021