15.maí 16:00

Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Gerðarsafn

Gönguleiðsögn með höfundi Kópavogskrónikunnar

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni. 
 
Meðal viðkomustaða verða Tattoo-stofan Black Kross, undirgöngin, vídjómarkaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema það endi á Catalinu í drykk, segir Kamilla, en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.
 
Öll eru velkomin, með vin eða ein, í góðu skapi eða á bömmer, það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!
 
Viðburðurinn hefst kl.16:00  laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins kl.16 og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.
 
 Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskrónika, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.
 

 
Um Skýjaborg í Gerðarsafni:
 
Skýjaborg er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. 
Saga staðarins markast af stórhuga áætlunum og kristallar hraða uppbyggingu borgarrýma. Staður sem þróast úr sveit í borg á slíkum hraða að háhýsi eru byggð á sama tíma og sauðfjárbúskapur nær hámarki sínu. Þar sem ákveðið er að reisa 1200 fermetra listasafn þegar aðeins kvartkílómetri hefur verið malbikaður í kaupstaðnum. Hugmyndir um háborg þar sem allt er mögulegt í útjaðri höfuðstaðar.
 
Listamenn sýningarinnar eru Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðardóttir og Unnar Örn Auðarson.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

28
apr
Salurinn
20:00

Ástir (& Ásláttur)

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira