19.jún 15:00

Opnun | Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli!

Gerðarsafn

Verið velkomin að vera viðstödd opnun á fyrstu sýningu Vatnsdropans.

Verið hjartanlega velkomin í Gerðarsafn á opnun sýningarinnar Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! laugardaginn 19. júní kl. 15:00.
Á sýningunni gefur að líta verk sem ungir sýningarstjórar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi hafa valið frá H. C. Andersen safninu, Ilon’s Wonderland og Múmínsafninu undir leiðsögn safnkennara þátttökulanda og Chus Martinez sýningarstjóra.
Ungu íslensku sýningarstjórarnir, þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir, opna sýninguna ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Þórarinn Eldjárn rithöfundur ávarpar gesti. Friðrik Dór flytur ljúfa tóna.

Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! er fyrsti áfangi Vatnsdropans, stærsta alþjóðlega verkefnis Menningarhúsanna í Kópavogi til þessa. Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Múmínsafnsins í Tampere, H. C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon’s Wonderland í Hapsaalu í Eistlandi auk Menningarhúsanna í Kópavogi.
Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! er sýning sem ungir sýningarstjórar stýra en hópinn skipa þrettán börn frá Íslandi, Danmörku, Eistlandi og Finnlandi. Ungu sýningarstjórarnir hafa undanfarna mánuði tekið þátt í vinnusmiðjum í söfnunum (eða á netinu vegna samkomutakmarkana) undir leiðsögn sýningarstjóra Vatnsdropans, Chus Martinez, en hún er eftirsóttur sýningarstjóri, listfræðingur og heimspekingur frá Spáni sem starfar á alþjóðavettvangi. Fimm stúlkur úr Kópavogi, þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómsdóttir, eru í íslenska sýningarstjórateyminu og hefur  Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leitt vinnu hópsins hér á landi.
Á sýningunni Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! gefur að líta verk sem ungu sýningarstjórarnir hafa valið frá H. C. Andersen safninu, Múmínsafninu og Ilon’s Wonderland. Verkin má með einum eða öðrum hætti tengja fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, Lífi í vatni. Heimir Sverrisson og samstarfsfólk hans hjá Irma studio tóku svo að sér að hanna og smíða umgjörð um sýninguna sem verður að finna á 1. hæð Gerðarsafns.
Vatnsdropinn hófst í ársbyrjun 2019 þegar Kópavogsbær hóf samtal við H. C. Andersen safnið í Óðinsvéum og Múmínsafnið í Tampere um mögulegt samstarf. Eftir að IIon’s Wonderland safnið bættist í hópinn varð Vatnsdropinn til. Um er að ræða þriggja ára menningarverkefni sem er ætlað að tengja höfundarverk norrænu höfundanna Astrid Lindgren, H. C. Andersen og Tove Jansson við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með listsýningum og viðburðahaldi. Allir höfundarnir eru fulltrúar klassískrar norrænnar bókmenntahefðar sem börn jafnt sem fullorðnir hafa gaman af. Þó svo að þeir séu ólikir ríma gildi þeirra vel við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gildi á borð við umhverfisvernd og jafnrétti. Það má í raun segja að gildi í sögunum (og teikningunum) eru mikilvægari en nokkru sinni áður í ljósi núverandi loftslagsvanda og hamfarahlýnunar.
Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! verður formlega opnuð í laugardaginn 19. júní kl. 15 og verður sýningin opin til 31. október. Samhliða sýningunni verður boðið upp á fjölda viðburða í Menningarhúsunum í Kópavogi tengdum Vatnsdropanum og er fólk hvatt til að fylgjast með á samfélagsmiðlum Menningarhúsanna og á www.menningarhusin.is.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

11
maí
Salurinn
15:00

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

11
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Opnunarhátíð miðstöð menningar og vísinda í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

16
maí
Gerðarsafn
09
jún
Gerðarsafn
Heiðar Kári

Sjá meira