Barnaleikritið Ævintýri Jónatans og Pálu

Barnaleikritið Ævintýri Jónatans og Pálu verður sýnt á báðum söfnum Bókasafns Kópavogs á laugardaginn, en hefð hefur skapast fyrir því á safninu að bjóða upp á leiksýningu fyrir börn í nóvembermánuði.
Sigrún Guðnadóttir, útibússtjóri á Lindasafni, segir leikritin alltaf vel sótt, enda er aðgangur ókeypis.
„Leikritið er flutt á Lindasafni klukkan hálf-tólf og svo brunar leikhópurinn á aðalsafn þar sem er sýning klukkan eitt,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að geta boðið börnum í Kópavogi upp á viðburði sem þennan. „Menningarlæsi verður ekki til af sjálfu sér, það krefst æfingar. Þess vegna skiptir máli að allir eigi kost á því að sækja svona viðburði. Krakkarnir sitja líka alltaf alveg dáleiddir á þessum sýningum og foreldrarnir skemmta sér líka vel. Það gerir heilmikið úr laugardeginum að fara á svona viðburð saman.“
Það er Stoppleikhópurinn sem setur upp leikritið og leikararnir í sýningunni eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Sýningin tekur um það bil 25 mínútur og á þeim tíma er tekist á við stóru spurningarnar í lífinu. Félagarnir Jónatan og Pála leggja upp í leiðangur og á þeirri ferð læra þau ýmislegt um tilveruna, þegar þau reyna að takast á við veikindi ömmu hennar Pálu sem er orðin gömul og hrum.
Leiksýningin er ein af fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi, en á hverjum laugardegi er ókeypis dagskrá í boði í einhverju menningarhúsa bæjarins.
Fréttin birtist áður í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira