29.okt ~ 12.nóv

y = a(x-h)2 + k

Menning í Kópavogi

Y Gallerý
Á sýningunni   y = a(x-h)2 + k   í Y gallery vinnur Hekla Dögg Jónsdóttir með sjónrænt samspil tveggja rýma.

Á sýningunni   y = a(x-h)+ k   í Y gallery vinnur Hekla Dögg Jónsdóttir með sjónrænt samspil tveggja rýma. Y gallery er í glerbyggingu frá áttunda áratugnum með tilheyrandi brúnum flísum á gólfinu sem kallast á við hvítar flísar úr heitum potti í Laugardalslaug. Þar er horft í gegnum iðandi vatnið á flísarnar á botninum og fylgst með þegar parabóla byrjar að myndast í hringiðu smátt og smátt þegar potturinn yfirfyllist. Parabólan er á stöðugri hreyfingu og á einhvern hversdagslegan hátt stærðfræðinnar beygir hún veruleikann svo að við sjáum tífalt meira rými.

Hekla Dögg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 – 1994. Hún sótti skiptinám við Listaháskólann í Kiel í Þýskalandi og viðbótarnám við Staatliche Hochschule für Bildende Künste í Frankfurt am Main. Að loknu námi í Þýskalandi hélt Hekla til Bandaríkjanna til náms við Listaháskólann í Kalíforníu, California Institute of the Arts þaðan útskrifaðist hún með BFA gráður 1996 og MFA gráðu árið 1999. Allt frá útskrift hefur Hekla verið virk í sýningarhaldi og hefur sýnt í söfnum og á öðrum sýningarstöðum bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Tate Modern safninu í London og Truck samtímalistamiðstöðinni í Calgary í Kanada. Hekla hefur gegndi stöðu prófessors í myndlist við Listaháskóla Íslands frá árinu 2012 til 2021 og er einn af stofnendum og er meðlimur Kling & Bang.

Myndasafn

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
07
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Bókasafn Kópavogs
08
maí
Menning í Kópavogi
12
maí
Salurinn
12
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

08
maí
Menning í Kópavogi

Sjá meira