Bæjarlistamaður Kópavogs

LISTA- OG MENNINGARÁÐ ÚTNEFNIR BÆJARLISTAMANN KÓPAVOGS

Árlega auglýsir lista- og menningarráð eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn.

LISTA- OG MENNINGARÁÐ ÚTNEFNIR BÆJARLISTAMANN KÓPAVOGS

Árlega auglýsir lista- og menningarráð eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn.

Lista- og menningarráð Kópavogs veitir ár hvert listamanni sem búsettur er í Kópavogi nafnbótina Bæjarlistamaður Kópavogs. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins ár hvert að lágmarki kr. 1.500.000,- 

Listamenn, sem hafa framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og eiga lögheimili í Kópavogi, eiga rétt á að sækja um nafnbótina og starfsstyrkinn hverju sinni.

Útnefning bæjarlistamanns Kópavogs er gerð í þeim tilgangi að efla áhuga bæjarbúa og annarra á listum og listsköpun innan bæjarfélagsins og um leið að vekja áhuga á þeim listamönnum sem búa og/eða starfa í Kópavogi.

Bæjarlistamaður skal tilnefndur um miðjan maí og skal listamaðurinn bera titilinn í eitt ár.

Lista- og menningarráð auglýsir eftir umsóknum og/eða óskar eftir rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann, en er þó ekki bundið af slím ábendingum. Skal umsóknum og/eða ábendingum skilað í síðasta lagi 16. apríl ár hvert í menning@kopavogur.is.