Bæjarlistamaður Kópavogs 2015

Jón Adolf Steinólfsson

Útskurðarmeistari

Jón Adolf var valinn úr hópi umsækjenda um stöðu bæjarlistamanns en auglýst var eftir umsóknum um vorið. Tilgangurinn með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi á þessu og næsta ári. Jón Adolf hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd.