Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2019

1. SÆTI

Myrkur

Kílómetrum saman
Smýgur á milli minnstu glufa og sest á
fingurgóma mína
Þögnin
Svo ógurlega hávær
Borar sig inn í heilann á mér
og vekur hjá mér ónotatilfinningu
Undarlega hughreystandi
og glottir út í annað
Kuldinn
Eins og löðrungur beint í andlitið
og einu sannindin um að þetta sé ekki yfirstaðið
Með hverri sekúndu sem líður
rennur burtu sandkorn af von.

Kristín Valgerður Gustavsdóttir
10. bekk, Kársnesskóla