List og náttúra á sumarsólstöðum

List og náttúra er einföld smiðja þar sem leitast er við að skapa list úr náttúrulegum efnivið. Smiðja verður í Náttúrufræðistofu Kópavogs og jafnvel utandyra ef veður leyfir. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar. Börnin vinna […]
Blómasmiðja | Dagur hinna villtu blóma

Í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma verður blómasmiðja í Gerðarsafni sunnudaginn 15. júní frá kl. 12:00 – 14:00. Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistarmaður og kennari heldur utan um smiðjuna. Ganga um Borgarholtið í Kópavogi hefst fyrir framan Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11 þaðan sem haldið verður út í holtið til að skoða það sem fyrir augu […]
Leiðsögn | Margrét Norðdahl

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýningu Guðrúnar Bergsdóttur með Margréti Norðdahl laugardaginn 24. maí kl. 14:00 í Gerðarsafni. Margrét og Guðrún Bergsdóttir unnu saman um árabil og Margrét sýningarstýrði fjölda sýninga á verkum Guðrúnar Bergsdóttur frá 2007 til 2022. MA verkefni hennar frá LHÍ var eigindleg rannsókn á stöðu listafólks með þroskahömlun þar sem […]
Dagur hinna villtu blóma | Bogarholt í Kópavogi

Í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma, sem haldinn er þriðja sunnudag í júní, bjóða Náttúrufræðistofa Kópavogs, Grasagarður Reykjavíkur, Náttúruminjasafn Íslands og Flóruvinir upp á göngu um Borgarholtið í Kópavogi. Í göngunni fræðumst við um gróður svæðisins og greinum plöntur sem verða á vegi okkar. Gangan hefst fyrir framan Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11 þaðan […]
Lífveruleit og listasmiðja

Í tilefni af Barnamenningarhátíð og 70 ára afmælis Kópavogsbæjar býður Náttúrufræðistofa Kópavogs gestum að kynnast lífinu neðansjávar. Þessa önn hafa Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn, í samstarfi við skóla í Kópavogi, tekið á móti 372 börnum í 2. bekk. Þar fengu nemendur að fræðast um neðansjávarlíf, fara í innanhúsfjöruferð og skapa sín eigin listaverk. Nú gefst öllum […]
AUKATÓNLEIKAR „Lífið gengur sinn gang“ | Þokkabót 50 ára

Þokkabót flytur úrval laga sinna frá árunum 1974-1978 og endurvekur tíðaranda Álafossúlpunnar, með fulltingi úrvals tónlistarfólks. 1974 lék Þokkabót inn á sína fyrstu plötu, Upphafið“, sem varð feykivinsæl með Litla kassa í fararbroddi. Í kjölfarið fylgdu 4 LP plötur og nokkur lög að auki. Á tónleikunum flytur hljómsveitin lög úr söngvasafni sínu og fær, í […]
Vísindaskóli Náttúrufræðistofu Kópavogs

Sumarnámskeið Vísindaskóla NátKóp í ágúst Leynist lítill vísindamaður heima hjá þér? Náttúrufræðistofa Kópavogs stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 8-12 ára, Vísindaskólanum, dagana 30. júní til 4. júlí annars vegar og svo endurtekið 11.-15. ágúst hins vegar. Í Vísindaskólanum fá forvitnir krakkar tækifæri til að læra um skordýr, fugla, fjöruna, veðrið og plöntur. Áhersla […]
Vísindaskóli Náttúrufræðistofu Kópavogs

Sumarnámskeið Vísindaskóla NátKóp í júlí Leynist lítill vísindamaður heima hjá þér? Náttúrufræðistofa Kópavogs stendur fyrir sumarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 8-12 ára, Vísindaskólanum, dagana 30. júní til 4. júlí annars vegar og svo endurtekið 11.-15. ágúst hins vegar. Í Vísindaskólanum fá forvitnir krakkar tækifæri til að læra um skordýr, fugla, fjöruna, veðrið og plöntur. Áhersla […]
Sögustund | Börn lesa fyrir börn

Börn úr Lindaskóla bjóða upp á sögustund fyrir börn á leikskólaaldri. Sögustundin fer fram í barnadeildinni.
Sigrún Hrólfsdóttir | Þæðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar

Verið velkomin á erindi Sigrúnar Hrólfsdóttur í Gerðarsafni, Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar, laugardaginn 10. maí kl. 15:00. Sigrún Hrólfsdóttir fjallar um verk Guðrúnar Bergsdóttur í samhengi við grein Sigrúnar sem birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi: Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar. Þar skrifar Sigrún að textíll sé miðlægur […]
Barbara

Sýning á verkum Barböru Árnason (1911-1975) opnar miðvikudaginn 30. apríl 2025. Opnunarhófið stendur frá kl.18:00 – kl.20:00 og eru öll velkomin. Barbara Árnason (Barbara Moray Williams) spratt upp úr einu myndlistarumhverfi og skaut rótum í öðru. Hún var fædd í Hampshire í Suður-Englandi árið 1911 og ólst upp í samfélagi sem, þrátt fyrir iðnað og […]
Uppskeruhátíð sumarlesturs

Hin árlega uppskeruhátíð sumarlesturs verður miðvikudaginn 20. ágúst á 1. hæð aðalsafns (barnadeild). Bjarni Fritzson, höfundur skemmtilegu bókanna um Orra óstöðvandi og Möggu Messi verður gestur okkar og heldur uppi fjörinu. Við fögnum lestrarhetjum sumarsins og drögum út skemmtilega vinninga. Hlökkum til að sjá alla sumarlestrarhesta!