Ævintýra afmælisveisla

Velkomin í ævintýra afmælisveislu á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 20. nóvember frá 16.00-18.00. Nokkrar sögupersónur, barnabókahöfundar og barnabókamyndhöfundar eiga stórafmæli og ætlum við að halda upp á það með ævintýra afmælisveislu á bókasafninu. Bókapersónurnar Lína Langsokkur og Múmínálfarnir eru 80 ára í ár. Ilon Wikland er 95 ára. Hún myndskreytti Lottubækurnar, Ólátagerður, Ronja Ræningjadóttir og margar fleiri […]
Ég skal syngja fyrir þig

Einar Ágúst syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna frá Vestmannaeyjum. Fyrir sumarið 2025 gáfu þeir út endurgerð af laginu Dýrið gengur laust sem féll ansi vel í kramið hjá landanum. Jónas Friðrik skildi eftir sig ótrúlegt safn texta og ljóða sem fyrir löngu hafa orðið þjóðargersemar. Hann samdi fyrir Ríó Tríó, B.G og Ingibjörgu, […]
Af dularfullum röddum skelja

Hljóðinnsetning og lifandi tónlistarflutningur í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hvernig óma „skeljatalarar”? Er hægt að mæla muninn á hljóðrými sæeyra og fílasnúðs skelja? Hvað er djúpkrota, gormnefja og gjallarhnoðri? Þetta og margt fleira tengist nýju innsetningarverki Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, “Af dularfullum röddum skelja” sem býður gestum og gangandi að kynnast skeljum og safnaeign Náttúrufræðistofu Kópavogs á nýja […]
Þróun lífs

Viðfangsefni þessa Vísindaskóla er þróun!Þróun lífvera hefur átt sér stað frá upphafi lífs á Jörðinni og við erum því líklega öll komin af sömu frumunni, jafnvel þeirri fyrstu. Við munum fjalla um náttúruval og hvað átt er við þegar talað er um að „hinir hæfustu lifi af“. Að lokum förum við í skemmtilegt spil sem […]
BásúnuMANÍA | Verk fyrir Píanó og Básúnu

Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Ólína Ákadóttir píanóleikari flytja saman verk fyrir píanó og básúnu. Þetta eru aðrir tónleikarnir í seríunni BásúnuMANÍA, sem hófust í september 2025. Efnisskrá Sigismond Stojowski – Fantasie Ørjan Matre – „…since I say it now „ Jórunn Viðar – Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur Giovanni Battista Pergolesi – Sinfonia Frank […]
Hvað er flokkun?

,,Hvað er“ er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Viðfangsefni þessa hádegiserindis er flokkun. Við munum við skoða hvernig er hægt að draga úr magni rusls sem við framleiðum, til hvers við erum að flokka ruslið […]
Sýningaropnun | Skúlptúr/skúlptúr/performans

Sýningin Skúlptúr/skúlptúr/performans verður opnuð við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18:00 í Gerðarsafni og öll eru velkomin að vera viðstödd. Sýningin hvílir á skilum – í titrandi rýmum á milli einnar tilveru og annarrar. Líf okkar er uppfullt af endalausum tilfærslum og breytingum – þöglum eða skyndilegum, lúmskum eða yfirgnæfandi. Augnablikið áður en augnaráð […]
Plánetusmiðja
Plánetusmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum Agata og Styrmir bjóða þér á listasmiðju þar sem við búum til reikistjörnur og önnur himintungl. Til að fá innblástur skulum við fyrst skoða okkar eigið sólkerfi og síðan líta út fyrir það – til fjarreikistjarna, tungla annarra reikistjarna, stjarna í öðrum vetrarbrautum og svarthola. Agata og Styrmir eru listamenn […]
Aðventuhátíð Kópavogs

Hin árlega aðventuhátíð Kópavogs verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 29. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri mun tendra ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við hátíðlega athöfn. Að venju verður nóg um að vera fyrir allan aldur með smiðjum, tónleikum og skemmtun í menningarhúsunum í Hamraborg. Settu daginn í dagatalið og fylgstu með þegar dagskráin verður birt […]
Þrefalt útgáfuboð: Paradísareyjan, Rugluskógur og Skólinn í Skrímslabæ

Höfundarnir Bergrún Íris, Elísabet Thoroddsen, Embla Bachmann og Tindur Lilja halda útgáfuhóf næstkomandi laugardag klukkan 12 á Bókasafni Kópavogs. Þar verður upplestur á nýútkomnum bókum:Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiRugluskógur eftir Elísabetu Thoroddsen og myndir eftir Bergrúnu ÍrisiSkólinn í Skrímslabæ eftir Bergrúnu Írisi og myndir eftir Tind Lilju Einnig verður boðið upp […]
Krílafjör tónlistartími | Foreldramorgunn

Chrissie Telma Guðmundsdóttir mun bjóða upp á Krílafjör tónlistartíma í barnadeild Bókasafns Kópavogs í samstarfi við Tónlistarskóla Kópavogs en þeir henta fyrir börn á aldrinum 4 til 16 mánaða og foreldra þeirra. Við munum syngja og spila ásamt því að efla taktskyn, málþroska og tóneyra. Chrissie hefur mikla reynslu af tónlistarkennslu ungra barna og er […]
Draugasögustund fyrir börn

Í tilefni af Hrekkjavökunni ætlum við að vera með skemmtilega draugasögustund fyrir krakka á Bókasafni Kópavogs. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Eyrún Ósk Jónsdóttir mun lesa draugasögur úr íslensku þjóðsögunum og vera með smá fræðslu um hvernig hægt er að sigrast á íslensku draugunum samkvæmt þjóðtrúnni. Vissir þú t.d. að prump getur […]