Leslyndi eftir myrkur | Safnanótt

Leslyndi þekkja flestir Kópavogsbúar en þá fara þekktir rithöfundar yfir þær bækur sem hafa haft hvað mest áhrif á þau. Í tilefni að Safnanótt bjóðum við rithöfundunum Auði Jónsdóttur, Alexander Dan Vilhjálmssyni og Kamillu Einarsdóttur að koma eftir myrkur og segja frá þeim bókum sem hræða/kveikja/skelfa þau. Öll velkomin og frítt inn
90′ þemapartý fyrir unglinga – Dj Sunna Ben | Safnanótt

Komdu og upplifðu 90′ stemmningu undir blacklight og dansaðu við geggjaða tóna frá Dj Sunnu Ben á Safnanótt í Kópavogi.Popp í boði og tryllt stuð. Frítt inn og öll velkomin
Lýstu í myrkri! Blacklight partý fyrir krakka I Safnanótt

Stemmning og stuð á Safnanótt í Kópavogi, sjálflýsandi tattú, popp og tónlist undir blacklight á bókasafnnu fyrir hressa krakka. Frítt inn og öll velkomin
Kynlíf fiska | Safnanótt

Á Safnanótt í Kópavogi getur þú fræðst um leyndardómana í æxlun fiska! Æxlun fiska er margfalt flóknari og skemmtilegri en margir gera sér grein fyrir. Þar mætast náttúruvísindi, hegðun og ótrúleg aðlögun í umhverfi þar sem allt snýst um að lifa af og fjölga sér. Á Safnanótt í Kópavogi flytur Lísa Anne Libungan, sjávarlíffræðingur og […]
Vísindaföndur með Jóu | Safnanótt

Leyfðu sköpunarkraftinum og tilraunagleðinni að njóta sín í ,,Vísindaföndri með Jóu“ á Safnanótt í Kópavogi. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá menningarhúsanna á Safnanótt í Kópavogi. Í boði verður að föndra nokkrar einfaldar og skemmtilegar tilraunir og uppgötva á sama tíma hvað er að eiga sér stað. Vísindaföndrið mun standa yfir frá kl. 18:00–20:00 og […]
Hádegistónleikar með Loo Sim Ying

Klassíski gítarleikarinn Loo Sim Ying frá Malasíu mun halda hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Hann mun spila klassíska Barokk tónlist og rómantíska tónlist frá 20. öldinni. Loo Sim Ying er útskrifaður gítarleikari frá Háskólanum í Malasíu. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og hefur haldið tónleika í Malasíu, Indónesíu, Singapúr og Íslandi. Frítt inn og öll velkomin […]
Útgáfupartí Sokkalabbanna

Þorvaldur Davíð og Bergrún Íris leiða saman sokka sína á Bókasafni Kópavogs laugardaginn 14. febrúar kl. 11–13! Þau lesa upp úr tveimur nýjustu Sokkalabbabókunum og halda skemmtilega sokkabrúðusmiðju þar sem allir geta búið til sinn eigin Sokkalabba. Léttar veitingar í boði og öll velkomin.
Kynnumst kröftum náttúrunnar | Krakkaleiðsögn á Safnanótt

Komdu í krakkaleiðsögn í Náttúrusafninu á Safnanótt. Viðburðurðirnir eru hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnanætur í menningarhúsunum í Kópavogi. Leiðsögnin hefst anddyri Náttúrusafnsins kl. 19:00.Í þessari leiðsögn munum við kynnast þeim kröftum sem sífellt móta Ísland í nýja smásýningu safnsins ,,Kraftar náttúrunnar“. Leiðsögnin er önnur tveggja leiðsagna sem verður í boði á Náttúrusafninu á Safnanótt en […]
DJ Egill Spegill | Safnanótt

Plötusnúðurinn vinsæli, Egill Spegill heldur uppi stemningunni í forsal Salarins á Safnanótt Hinn geysivinsæli plötusnúður Egill Spegill þeytir skífum í forsal Salarins frá kl: 19:00 og kyndir upp húsið áður en Inspector Spacetime mætir á sviðið kl. 21:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Safnanætur í […]
Umbrot – Ljóslistaverk varpað á Kópavogskirkju á Safnanótt í Kópavogi

Ljóslistaverkinu Umbrot 2026 verður varpað á Kópavogskirkju. Listamaðurinn sem hannaði verkið í ár er Hekla Dögg Jónsdóttir. Í lýsingu verksins segir: Form kirkjunnar kallast á við nátturuleg form hafíss sem brotar þegar er ísbrjótur siglir hægfara í gegn um ísbreiðunna. Formin umbreytast og eru á stöðugri hreyfingu og skarast á við form kirkjunnar. Athugið að […]
Hljóðvefur um Hörð á Safnanótt | Kristófer Rodriguez Svönuson og Daníel Helgason

Tónlistarmennirnir Kristófer Rodriguez Svönuson og Daníel Helgason skapa hljóðheim við sýninguna Hörður föstudaginn 6. febrúar kl. 21:00 í Gerðarsafni á Safnanótt. Inn í hljóðheiminn renna slagverkstónar og rafhljóð, dulúðug og kraftmikil, dansandi og svífandi, leitandi og frjáls en innblásturinn er sóttur í myndlist Harðar Ágústssonar. Gestum er frjálst að ganga um sýninguna á meðan viðburðurinn […]
Leiðsögn á Safnanótt | Hörður

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn sýningarstjóranna Brynju Sveinsdóttur og Studio Studio (Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir) um sýninguna Hörð á Safnanótt föstudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í Gerðarsafni. Aðgangur ókeypis og öll velkomin! Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða […]