Bækurnar á náttborðinu | Lindasafn

Bækurnar á náttborðinu verður með breyttu sniði í vetur, því við ætlum nú að velja eina bók fyrir hvern klúbb og ræða hana. Á fyrsta fundi þann 19. nóvember tökum við fyrir bókina Gervigul eftir Rebecca F. Kuang. Þetta er mögnuð saga. Þetta er ekki sagan hennar. June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar […]

Skrímslaratleikur

Í tilefni af hrekkjavökunni verður skrímslaratleikur á bókasafninu.Kíktu við og finndu íslensku skrímslin sem falin eru á fyrstu hæðinni, finndu leyniorðið og fáðu verðlaun. Taktu þátt ef þú þorir.

Skiptimarkaður fyrir hrekkjavökubúninga

Verið velkomin á búningaskiptimarkað á hrekkjavökunni!  Á aðalsafni verður hægt að skiptast á hrekkjavökubúningum í öllum stærðum og gerðum. Gefðu gömlum búningum framhaldslíf og/eða taktu með þér annan í staðinn.

Eldfjallasmiðja með ÞYKJÓ

Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Í vetrarfríinu leiðir ÞYKJÓ okkur inn í smiðju þar sem við látum fjöll rísa úr leir. Við þykjumst vera móðir náttúra, myndum dældir í […]

ÞYKJÓ Draumalandslag

Hvernig er þitt draumalandslag? Viltu bleika sanda, hrjóstrugt hraun úr piparkornum eða karrýgul jarðhitasvæði? Við skoðum náttúruna með augunum, höndunum…og ímyndunaraflinu! Þátttakendur hanna lítinn landskika fyrir ímyndaðan íbúa og þjálfast í að hugsa í skala og móta umhverfi í kringum lífveru. ÞYKJÓ er þverfagleg hönnunarstofa sem vinnur fyrir og með börnum og fjölskyldum þeirra. Verkefnin […]

Fuglateiknismiðja og fuglafræðsla

Hlynur Steinsson, líffræðingur, býður upp á fróðlega og lifandi fræðslu um fugla á Náttúrufræðistofu og að henni lokinni verður skemmtileg fuglateiknismiðja fyrir börn á öllum aldri. Komið og teiknið skemmtilegar fuglamyndir!

Norna- og hrekkjavökusmiðja

Hrekkjavakan er ævintýralegur tími; kynjaverur spretta fram, nornir fara á flug og allt getur gerst. Í Gerðarsafni frá krakkar tækifæri til að galdra fram drauga, nornir, leðurblökur, uppvakninga og aðrar kynjaverur undir handleiðslu teiknarans og rithöfundarins Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur.  Kristín hefur meðal annars skrifað æsispennandi bók sem heitir Nornasaga: Hrekkjavakan. Frítt inn og öll velkomin […]

Fuglagrímusmiðja

Komdu og búðu þér til grímu í vetrarfríinu! Boðið verður upp á grímuföndur; fjaðrir og alla heimsins liti til að lífga upp á vetrarfríið. Allur efniviður og leiðbeiningar á borðum á staðnum. Myndakassi verður líka á staðnum og hægt að taka af sér skemmtilegar myndir. Öll velkomin.

Origami, Kjaftagelgjur og lífljómun

Komdu í vetrarfríi og búðu til skemmtilegar sjálflýsandi kjaftagelgjur úr origami og fáðu um leið fræðslu um lífljómun. Kjaftagelgjur eru ófrýnilegar en heillandi skepnur! Þær tilheyra samnefndum ættbálki djúpsjávarfiska sem hafa aðlagast eilífðarmyrkri hafdjúpanna á einstakan máta. Ekki aðeins með aðlagaðri sjón, heldur eiga þær sameiginlegt að bera eins konar veiðistöng með ljósi á endanum […]

Krakkabíó

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa bjóða upp á bíó fyrir krakka í vetrarfríi, komum saman í kósý stund og horfum á skemmtilega teiknimynd um fiska eða fugla. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Hvað er vistheimt?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er hugtakið vistheimt og mun Kristín Svavarsdóttir gróðurvistfræðingur gera því góð skil. Í rannsóknum sínum hefur hún lagt áherslu á að skoða frumframvindu […]

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.