Together | Fjöltyngd smiðja | Gyotaku 魚拓

Í þessari vinnustofu er þátttakendum boðið að búa til sín eigin prent með alvöru fiski og nota kartöflustimpil til að gera myndina persónulega. Gyotaku er hefðbundin japönsk aðferð fyrir tegund af prentlist þar sem blek er borið á fisk og síðan þrýst á hrísgrjónapappír til að búa til mynd af honum. Gyotaku á rætur að […]

Björn Þorsteinsson | Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum?

Verið öll hjartanlega velkomin á erindi Björns Þorsteinssonar heimspekings miðvikudaginn 8. október í Gerðarsafni. Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum? Í erindinu verður hugað að þessari stóru spurningu í samræðu við heimspeki og list. Meðal þess sem snert verður á eru hugtök eins og skynjun, upplifun, sköpun, svörun og skynfinning – […]

Una Torfa í jólafötunum

Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar. Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp […]

Spjall um bragfræði og vísnagerð

Á opnunarviðburði VÖKU þjóðlistahátíðar 2025 leiðir Ragnar Ingi Aðalsteinsson gestum inn í létt og fræðandi spjall um bragfræði og vísnagerð, með fjölmörgum skemmtilegum dæmum. Ragnar Ingi Aðalsteinsson er fróðleiksmaður á ljóð og sögur og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um íslenska bragfræði. Hann er með doktorsgráður í bókmenntum með sértaka áherslu á bragfræði og […]

Jólalögin hennar mömmu

JÓLALÖGIN HENNAR MÖMMU..því þau má bara ekki vanta, svo einfallt er það! Hera Björk, Einar Örn, Bjarni “Töfrar” Baldvins & góðir gestir halda áfram að flytja okkur gömlu góðu lögin frá 5. 6. & 7. áratug síðustu aldar og nú er komið að jólalögunum sem lifa enn góðu lífi inni á heimilum landsmanna. Og áfram […]

Ævintýraeyjan mín

Búðu til þína eigin ævintýraeyju! 🌴✨ Laugardaginn 4. október milli kl. 13-15. Komdu í Náttúrufræðistofu Kópavogs og taktu þátt í skemmtilegri límmiðasmiðju þar sem þú getur hannað þína eigin ævintýraeyju! Hvaða landslag, veðurfar, lífríki og ævintýri einkenna þína eyju? Mótaðu landið, fylltu það lífi og skapaðu spennandi sögur. Engar reglur – eyjan þín getur verið […]

Tónlistarreisa um Suður-Ameríku

Menning á miðvikudögum á Bókasafni KópavogsVAKA þjóðlistahátíð 2025 :Tónlistarreisa um Suður-Ameríku Andrés Ramón tónlistarmaður býður hlustendum í ferðalag miðvikudaginn 17. septemer kl. 12:15 um Suður-Ameríku þar sem hann flytur þjóðlög frá ýmsum löndum, þar á meðal frá Kólumbíu, Venezuela, Brasilíu, Bólivíu, Chile og Argentinu, en hann spilar á mismunandi strengjahljóðfæri og syngur á spænsku og […]

Útgáfuhóf Danslaga Jónasar

Í tilefni útgáfu bókarinnar Danslög Jónasar bjóðum við öllum að fagna með okkur föstudaginn 19. september kl. 17:00 á Bókasafni Kópavogs. Í Danslögum Jónasar birtast ljósmyndir af handritinu Lbs 1812 4to frá 1864 en handritið inniheldur um 50 danslög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason skráði þegar hann var um 25 ára. Öll lögin hafa verið […]

Búkolla á norðurljósaveiðum | Fjölskyldustundir á laugardögum

Komdu með hinni frægu kú, Búkollu, í töfrandi ferðalag fyrir börn á aldrinum 2–6 ára. Gleðin og litirnir í heiminum hafa horfið og aðeins norðurljósin geta náð í þá aftur til baka. Í þessari skynrænu og tónrænu sýningu leggur Búkolla upp í ferð um villt landslag náttúrunnar. Á leiðinni mætir hún bæði áskorunum og undraverum […]

Frumflutningur | Menning á miðvikudögum

Nærandi menningarstund í hádeginu Dr. Berglind María Tómasdóttir, tónlistarfræðingur og tónlistarkona, frumflytur nýtt verk fyrir flautur, heimasmíðuð hljóðfæri, elektróník og videó. Verkið er innblásið af Raufarhöfn og gömlum lýsistönkum sem standa í bænum miðjum. Þar var hluti verksins tekið upp sem fléttast inn í flutninginn í hljóði og mynd. Menning á miðvikudögum fer fram alla […]

Með vaxandi styrk | Menning á miðvikudögum

Nærandi menningarstund í hádeginu Einar Stefánsson, bass-barítón er einn af okkar ungu og upprennandi söngvurum sem er um þessar mundir að kveða sér hljóðs í söngheiminum hér heima og erlendis með vaxandi styrk. Hann kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi þann 22. október ásamt Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara og flytja þau fjölbreytta efnisskrá […]

Sveppaganga í Guðmundarlundi

Langar þig í sveppamó? Laugardaginn 20. september stendur Náttúrufræðistofa Kópavogs fyrir Sveppagöngu frá kl. 11-13. Við hittums við Gamla húsið (húsið næst bílastæðinu) kl. 11 þaðan sem Jóhannes Bjarki Urbancic vistfræðingur og forsvarsmaður Sveppafélagsins leiðir fræðsluna. Takið með körfu eða annað hart ílát undri sveppina og lítinn hníf eða vasahníf til að hreinsa þá. Gaman […]