23.ágú ~ 30.ágú

AfterpartyAngel; Earthly treasures

Menning í Kópavogi

Catalína

Earthly treasures er vídeó-innsetning sköpuð sérstaklega fyrir Hamraborg Festival. Þrír spilakassar hýsa vídeóverk sem minna á fagurfræði tölvuleikja tíunda áratugarins og tónlistamyndbanda sem saman skapa sannfærandi sjónræna og hljóðræna heild.
Elísabet Birta Sveinsdóttir vann þrjú mismunandi vídeóverk í samstarfi við listamennina Joönnu Pawlowsku, Sösu Lubinsku og Weroniku Wysocku. Verkin fjalla öll á sinn hátt um alter-egó Elísabetar Birtu, engilinn AfterpartyAngel, sem togast milli andlegs tilgangs engla og jarðneskrar eftirlátssemi.
Innsetningin vísar í spilakassana sem eru til staðar í kjallara Catalínu og opna í senn inngang í vídd fantasíunnar. Verkið kannar samband hinseginleika og möguleika til að endurskilgreina birtingarmyndir og dulargervi sem við könnumst við úr mótsagnakenndum frásögnum, allt frá þjóðsögum til sjónmiðla samtímans.
Elísabet býður áhorfendum inn í hugmyndaheim þar sem ævintýralegir karakterar takast á við flækjur tilvistar á jörðinni í dag með prakkaraskap og húmor.

Elísabet Birta Sveinsdóttir (f.1991) vinnur þvert á miðla, með megin áherslu á gjörningarlist, kvikmynd, skúlptúr og innsetningu. Hán vinnur með eigin líkama og gjörninginn sem aðferð og efnivið og kannar táknheim sjónmenningar og kvikmyndagerðar í sögulegu samhengi og samtímanum. Hugmyndir í verkum Elísabetar tengjast oft kvenleika og eðli mannsins í samhengi við samband manneskjunnar við aðrar dýrategundir. Elísabet Birta hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis, meðal annars í Kling & Bang, Inter Pblc í Kaupmannahöfn og Snehta Aþenu. Elísabet Birta var tilnefnd til Hvatningarverðlauna Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2023.

Sýningarstjórn: Joanna Pawlowska @joanna.superhorse

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
30
nóv
Menning í Kópavogi
01
des
Menning í Kópavogi
08
des
Menning í Kópavogi
15
des
Menning í Kópavogi
22
des
Menning í Kópavogi

Sjá meira