27.sep 20:00

Árný Margrét | Söngvaskáld

Salurinn

6.000 - 7.500 kr.

Tónleikaröðin Söngvaskáld hefur sitt þriðja starfsár í haust en hún er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila sín lög og segja frá tilurð þeirra. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríks tónlistarfólks sem semur og spilar eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi tónleikaröð beinir athygli að slíku listafólki, varpar ljósi á margvíslegar aðferðir tónlistarfólks við lagasmíðar og gefur þjóðþekktum lögum meiri dýpt.

Tónlistarkonan Árný Margrét mun hefja tónleikaröðina þennan tónleikavetur en auk hennar munu söngvaskáldin Salka Valsdóttir, Bjarni Daníel og Daði Freyr mæta á svið Salarins í vetur.

Árný er tuttugu og fjögurra ára söngvaskáld frá Vestfjörðum. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði og sótti þar tónlistarskóla frá 7 ára aldri. Árný Margrét vakti strax mikla athygli erlendis sem og hérlendis með tónlist sinni og framkomu. Tónlist og textar Árnýjar Margrétar mála fallegar en á sama tíma sársaukafullar myndir innblásnar af hennar lífi og umhverfi. Í gegnum tónlistina má upplifa hvernig það er að búa á stað sem er umkringdur háum fjöllum og sem sólin nær ekki til í nokkra mánuði á ári. Tónlist Árnýjar er best líst sem indí-skotinni þjóðlagatónlist þó segja megi að Árný hafi skapað sér sinn eigin einstaka hljóðheim.

Tónlistarkonan hefur síðustu fjögur ár gefið út tvær breiðskífur og tvær stuttskífur. Frá fyrstu útgáfu Árnýjar hefur hún varið mestum tíma sínum á tónleikaferðalögum um heiminn, hitað upp fyrir ýmsa tónlistarmenn, þar á meðal Ásgeir Trausta, Passenger, Wilco, Leif Vollebekk, Blake Mills og Pino Palladino. Hún hefur auk þess komið fram á ýmsum stórum tónlistarhátíðum, þar á meðal Newport Folk Festival í Bandaríkjunum sem er ein virtasta tónlistarhátíð sinnar tegundar, Winnipeg Folk Festival, Pohoda Festival, Black Deer Festival og Iceland Airwaves.

Árný Margrét gaf nýverið út sína aðra breiðskífu sem ber nafnið I Miss You, I Do sem hún vann í samstarfi við fjóra upptökustjóra. Það eru þeir Andrew Berlin og Brad Cook sem hafa meðal annars verið tilnefndir til Grammy verðlaunanna, Josh Kaufman og Guðmund Kristinn Jónsson. Platan var að mestu unnin út í Bandaríkjunum og má segja að áhrif þessa megi gæta í blæ hennar.

Þrátt fyrir að eiga ekki langan feril að baki hefur Árný Margrét hlotið hinar ýmsu viðurkenningar og tilnefningar fyrir tónlist sína á íslenskum og erlendum vettvangi. Má þar nefna Bjartasta von Rásar 2 árið 2022, “Best New Act 2022” verðlaun Iceland Airwaves, þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 og íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins 2023.

Árið 2024 var hún aftur tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins, myndband ársins og sem flytjandi ársins og hlaut hún verðlaunin fyrir myndband ársins. Árný hlaut að auki tilnefningu til MME verðlaunanna árið 2024 en verðlaunin hafa það að markmiði að lyfta upp og vekja athygli á því tónlistarfólki sem er talið skara fram úr í tónlist í Evrópu.
Árný var nú að ljúka vinnu sinni á svokallaðri “deluxe plötu” sem er einskonar viðbót ofan á nýju plötuna sem kemur út með haustinu.

Deildu þessum viðburði

18
okt
Salurinn
21
mar
Salurinn
01
maí
Salurinn

Sjá meira

09
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
24
okt
Salurinn
25
okt
Salurinn
30
okt
Salurinn
13
nóv
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

09
okt
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
15
okt
Salurinn
16
okt
Salurinn
17
okt
Salurinn
18
okt
Salurinn
19
okt
Salurinn
23
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira