08.okt 12:15 - 13:00

Björn Þorsteinsson | Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum?

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið öll hjartanlega velkomin á erindi Björns Þorsteinssonar heimspekings miðvikudaginn 8. október í Gerðarsafni.

Hvað er líkami og hver er staða hans í heiminum? Í erindinu verður hugað að þessari stóru spurningu í samræðu við heimspeki og list. Meðal þess sem snert verður á eru hugtök eins og skynjun, upplifun, sköpun, svörun og skynfinning – og leidd verða rök að sérstöku hlutverki listarinnar í könnun líkamans á veruleikanum. Björn Þorsteinsson er prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Um sýninguna Corpus:

Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugur heldur síkvikur og samofinn umhverfi sínu.

Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle og Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Hver á sinn hátt rannsaka listamennirnir tengsl okkar við eigin líkama, bæði í rými og í sambandi við aðrar verur, og stöðu líkamans í framþróunarmiðuðum heimi.

Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.

Hádegiserindið er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. Aðgangur er ókeypis.

Deildu þessum viðburði

29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
okt
Salurinn
02
okt
Bókasafn Kópavogs
02
okt
Bókasafn Kópavogs
03
okt
Salurinn
03
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
okt
Bókasafn Kópavogs
04
okt
Bókasafn Kópavogs
04
okt
05
okt
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira