26.feb 12:15 - 13:00

Daría Sól | Leiðsögn | Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á leiðsögn með Daríu Sól Andrews um sýninguna Störu miðvikudaginn 26. febrúar kl.12.15. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.

Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og starfar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 lauk hún námi sem Curatorial Fellow í The Witney Independent Study Program í New York. Hún er með meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Stokkhólmsháskóla og bakkalárgráðu í mælskufræði frá UC Berkeley. Daría stofnaði galleríið Studio Sol árið 2017 í uppgerðu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Árið 2024 vann hún Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir bestu samsýningu ársins Að rekja brot.

Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.
Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.

Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.

Hádegisleiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Listafólk:
Adele Hyry
Dýrfinna Benita Basalan
Jenny Rova
JH Engström
Jói Kjartans
Kristinn G. Harðarson
Michael Richardt
Sadie Cook

Deildu þessum viðburði

26
feb
Gerðarsafn
05
mar
Bókasafn Kópavogs
02
apr
Bókasafn Kópavogs
16
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
21
feb
Salurinn
21
feb
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

22
feb
Salurinn
22
feb
Bókasafn Kópavogs
23
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
26
feb
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira