Stórtónleikar til heiðurs Ellu Fitzgerald
Vegna mikillar eftirspurnar ætla jazzsöngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir, Guðlaug Dröfn, Rebekka Blöndal, Ragnheiður Gröndal og Sigrún Erla að slá aftur til stórtónleika í Salnum til heiðurs goðsögninni Ellu Fitzgerald.
Með þeim leikur kvartett Karls Olgeirssonar.
Sérstakur gestur verður Guðrún Gunnarsdóttir.
