05.okt 2024 16:00

Færeysk hljómsveit heimsækir Kópavog

Menning í Kópavogi

Tónhæð, æfingahúsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs, Álfhólsvegi 102.

Fjörutíu manna blásarasveit frá Færeyjum er í heimsókn í Kópavogi þessa dagana og verður með ókeypis tónleika fyrir bæjarbúa laugardaginn 5. október kl. 16:00.
Þessi úrvalsblásarasveit er undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar sem er Íslendingum að góðu kunnur þar sem hann starfaði hér á landi í fjölda ára sem hljómsveitarstjóri og flautuleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitin er sett saman af sérvöldum ungum hljóðfæraleikurum úr bestu blásarasveitum Færeyja og telst hún því vera eins konar ungmennalandslið Færeyja í blásaratónlist.

Á fjölbreyttri dagskrá tónleikanna má finna útsetningar á þekktum sinfóníuverkum, spennandi kvikmyndatónlist, tónlist úr söngleikjum, djasstónlist og ný verk sem sérstaklega voru samin fyrir blásarasveitir.

Tónleikarnir eru í Tónhæð, sem er húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs að Álfhólsvegi 102 í Kópavogi. Frítt inn.

Sérstakar þakkir fá NATA, Mentanargrunn, FTF og Landshandilin fyrir stuðninginn. 

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira