08.nóv 17:00

Fyrirlestur I Innsæi í list

Gerðarsafn

Sjónarhorn á framtíðina með Edward de Boer.

Í fyrirlestri sínum mun Edward de Boer fjalla um hugtakið „innsæi“, einkum í tengslum við verk Rudolfs Steiner og Joseph Beuys. Hvað er innsæi? Hvernig túlka bæði listamaðurinn og hugsuðurinn sýn sína á manninn og veröldina gegnum innsæi? Innsæið birtist í verkum þeirra beggja sem merkingarbær brunnur að sækja í. Innsæið birtist einnig sem brú milli innri hugsana og sjónarhorna annars vegar, og birtingarmynda þeirra í daglegu lífi hins vegar.
Listamenn hafa sterka innri tengingu við innsæið og ímyndunaraflið. Þeir skapa verk af innri þörf og finna sína eigin persónulegu aðferð til að tjá myndir og sýnir sem þeir finna innra með sér. Hilma af Klint og Joseph Beuys voru listamenn sem höfðu frumlega tengingu við veröld sálarinnar og andans. Andlegar hugmyndir austurríska heimspekingsins og menningarfrumkvöðulsins Rudolfs Steiner urðu þeim báðum innblástur. Um leið og öll þrjú ræktuðu samband sitt við þennan andlega kraft höfðu þau líka sýn á framtíð mannkynsins og mannlegs samfélags.
Edward de Boer er stjórnunarráðgjafi, þjálfari og rithöfundur. Hann er með BA-gráðu í hollenskri tungu og bókmenntum frá Hogeschool van Amsterdam og lauk fornámi í guðfræði og heimspeki við þýskan einkaskóla. Sem þjálfari, fyrirlesari og ráðgjafi hefur hann starfað í Benelux-löndunum, Þýskalandi, Englandi, Sviss og Ítalíu. Hann hefur líka unnið sem verkefnastjóri í Króatíu, Georgíu, Rúmeníu og Slóveníu.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Bókasafn Kópavogs
10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Rauðhetta

11
maí
Menning í Kópavogi
11
maí
Bókasafn Kópavogs
11
maí
Náttúrufræðistofa Kópavogs
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

10
maí
Gerðarsafn
11
maí
Gerðarsafn
11
maí
Menning í Kópavogi
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
24
maí
Gerðarsafn
15
jún
Gerðarsafn
21
jún
Gerðarsafn

Sjá meira