10.sep 12:15 - 13:00

Guðrún Elsa Bragadóttir | „Fallegri þegar þú brosir“

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á erindi Guðrúnar Elsu Bragadóttur, „Fallegri þegar þú brosir“ sem fjallar m.a. um kvenleika, árásargirnir og húmor, miðvikudaginn 10. september kl. 12.15 í Gerðarsafni.

Guðrún Elsa Bragadóttir er lektor í fræðigreinum kvikmyndalistar við kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Guðrún Elsa er kvikmynda- og bókmenntafræðingur, fædd árið 1986. Hún hlaut meistaragráðu frá SUNY Buffalo árið 2016 og doktorsgráðu frá sama skóla árið 2021, en doktorsritgerð hennar fjallaði um hinsegin kvenleika, árásargirni og húmor í kvikmyndum og annarri listsköpun. Þar áður lærði hún bókmennta- og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi árið 2011 og MA prófi árið 2013. Síðan árið 2017 hefur hún kennt kvikmyndafræði í Tækniskólanum og Háskóla Íslands, en frá og með haustinu 2022 hefur hún starfað sem aðjúnkt og fagstjóri fræða við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Auk kennslu hefur hún starfað sem kvikmyndagagnrýnandi, flutt erindi á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum og birt greinar í íslenskum og erlendum fræðiritum, meðal annars um stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð í bókinni Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power (Palgrave Macmillan, 2020).

Um sýninguna Corpus:

Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugur heldur síkvikur og samofinn umhverfi sínu.

Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle og Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Hver á sinn hátt rannsaka listamennirnir tengsl okkar við eigin líkama, bæði í rými og í sambandi við aðrar verur, og stöðu líkamans í framþróunarmiðuðum heimi.

Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.

Hádegiserindið er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

03
sep
Bókasafn Kópavogs
01
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

26
ágú
28
ágú
Salurinn
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
04
sep
Gerðarsafn

Sjá meira