25.jan 12:15 - 12:45

Hádegisdjass með Tónlistarskóla FÍH

Bókasafn Kópavogs

Söngkonurnar María Bóel og Ragnheiður Silja ásamt Guðmundi Grétari flytja fjölbreytt úrval íslenskra laga í tilefni af Dögum ljóðsins í Kópavogi. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Bókasafns Kópavogs og Tónlistarskóla FÍH.

María Bóel er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Neskaupstað en flutti suður til Reykjavíkur til þess að læra söng og býr þar í dag. Hún hefur verið að syngja frá því hún man eftir sér og stundaði píanónám í Tónskóla Neskaupstaðar frá sjö ára aldri þar til hún flutti suður 19 ára gömul. Hún hefur nú lokið framhaldsprófi í rytmískum söng frá tónlistarskóla FÍH og vinnur nú að sínu eigin efni til útgáfu ásamt því að koma fram við ýmis tilefni.

María Bóel stundar einnig nám við Háskólann á Hólum þar sem hún er að læra viðburðastjórnun en hún hefur verið framkvæmdastjóri fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Neistaflugs í Neskaupstað frá árinu 2022 og starfar við það með námi ásamt öðru hlutastarfi.

Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir er fædd og uppalin í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Hún byrjaði að syngja í Barna og unglingakórum Bústaðakirkju 5 ára gömul og lærði einnig á fiðlu við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík þegar hún var yngri. Í menntaskóla söng hún með Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og tók þátt í hinum ýmsu söngvakeppnum á vegum skólans. Seinustu ár hefur hún sungið með Gospelkór Jóns Vídalíns og tekið þátt í hinum ýmsum viðburðum með kórnum, þar má nefna George Michael tribute tónleika og tónleikasýninguna Dívur.

Ragnheiður Silja er útskrifaður sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og vinnur við það í dag. Hún sinnir einnig sjálfboðaliðastarfi sem skátaforingi fyrir unglinga og ungmenni á Höfuðborgarsvæðinu. Síðustu ár hefur hún lagt stund á söngnám við Rytmískadeild Tónlistarskóla FÍH og hóf nám á framhaldsstigi í haust. Hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2025 og hefja þá feril sem söngkona og flytjandi við hinar ýmsu athafnir.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.




Deildu þessum viðburði

04
sep
Salurinn
06
sep
Salurinn
11
sep
Salurinn
26
sep
Salurinn
27
sep
Salurinn
01
okt
Salurinn
02
okt
Salurinn
03
okt
Salurinn
09
okt
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

25
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Salurinn
26
ágú
28
ágú
Salurinn
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi
29
ágú
Gerðarsafn
29
ágú
Gerðarsafn
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

25
ágú
Bókasafn Kópavogs
26
ágú
Bókasafn Kópavogs
27
ágú
Bókasafn Kópavogs
29
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

02
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
03
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Bókasafn Kópavogs
06
sep
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira