24.sep 20:00 - 21:00

Haltu mér – slepptu mér: miðlalæsi

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Haltu mér – slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga. Fyrsti fyrirlesarinn er Skúli Bragi Geirdal með erindi um miðlalæsi og samfélagsmiðla.

Algóritminn sem elur mig upp
Hvað segja rannsóknir okkur um stöðuna á miðlanotkun barna á Íslandi í dag? Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands fer hér yfir atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum. Hvernig er síminn hannaður til að grípa athygli okkar? Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreitni frá ókunnugum og deilingu nektarmynda? Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og afhverju? Er upplýsingaóreiða og skautun vandamál í íslensku samfélagi? Hvað áhrif mun gervigreindin hafa á okkar stafrænu tilveru á næstu árum. Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlnefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu.

Skúli Bragi Geirdal – Sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar Íslands
Skúli Bragi Geirdal er fjölmiðlafræðingur að mennt og sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Hann starfar í dag sem sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Skúli stofnaði og heldur úti Tengslaneti um upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi. Auk þess felst starf hans m.a. í stefnumótunarvinnu, alþjóðlegu samstarfi, fræðslustarfi og umsjón með rannsóknum nefndarinnar á miðlalæsi sem unnar eru í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu. Nefndinni er ætlað það lögbundna hlutverk að efla miðlalæsi almennings og miða því verkefni hans að því að ná til fólks á öllum aldri til að auka færni þess í að nota samfélagsmiðla og leitarvélar og vera gagnrýnið á það hvaðan upplýsingar koma. Skúli er þá einnig stundakennari í fjölmiðlafræðum við Háskólann á Akureyri.

Næstu þrjú erindi í Haltu mér slepptu mér koma inn á málefni á borð við kvíða, karlmennskuhugmyndir og lestrarvenjur ungmenna.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

22. október 2024 kl. 20:00
Karlmennskuhugmyndir og orðræða ungmenna
Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur, fjallar um skaðlegar karlmennskuhugmyndir, orðræðu ungmenna, algóritma samfélagsmiðla og hvernig er hægt að skapa og styðja við jákvæða karlmennsku.

12. nóvember 2024 kl. 20:00
Kvíði ungmenna
Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, ræðir um einkenni kvíða, hvað hægt er að gera til að aðstoða ungmenni með kvíða og forvarnir gegn honum.

3. desember 2024 kl. 20:00
Bókaval og lestrarvenjur ungmenna
Jón Geir Jóhannsson, sérfræðingur frá Nexus, ræðir við foreldra um bækur fyrir ungmenni, val á bókum og mikilvægi þess að ungmenni fái og finni bækur sem vekja áhuga þeirra og eru við hæfi.

Deildu þessum viðburði

04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
mar
Bókasafn Kópavogs
01
apr
Bókasafn Kópavogs
29
apr
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

12
jan
Gerðarsafn
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
13
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
14
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira