15.okt 12:15 - 13:00

Hvað er vistheimt?

Náttúrufræðistofa Kópavogs | Menning í Kópavogi

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.

Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er hugtakið vistheimt og mun Kristín Svavarsdóttir gróðurvistfræðingur gera því góð skil. Í rannsóknum sínum hefur hún lagt áherslu á að skoða frumframvindu vistkerfa, þ.e. hvernig vistkerfi byggjast upp og hvernig hægt er að gefa náttúrunni rými til að hjálpa sér sjálf.

Vistkefi eru samfélög plantna, dýram, sveppa og örvera og samspil þeirra við umhverfi sitt og eru þau grundvöllur þess að líf þrífist á jörðinni. Vistheimt er ferli sem stuðlar að bata vistkefis sem hefur hnignað, skemmst eða eyðilagst. Með vistheimtar aðgerðum er miðað að því að skila vistkerfum til fyrra ástands eins og unnt er.

Kristín Svavarsdóttir er plöntufræðingur með doktorspróf í plöntuvistfræði frá Lincoln-háskóla á Nýja-Sjálandi, B.Sc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og B.Ed.-gráðu í kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur starfað sem plöntuvistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, nú Landi og Skógi, frá árinu 1999 og er með starfsstöð í Reykjavík.

Rannsóknaráhugi hennar liggur á sviði plöntu- og vistheimtarfræði og ágengra tegunda. Helstu sérsvið hennar tengjast vistfræðilegum ferlum, einkum frumframvindu, og tengslum þeirra við vistheimt.

Fyrirlesturinn fer fram Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

07
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Náttúrufræðistofa Kópavogs

15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira