Á sýningunni í gömlu bensínstöðinni leikur Arnar Ásgeirsson við fagurfræði Hamraborgarinnar og raðar saman verkum sem sækja innblástur til nærumhverfisins. Verkin á sýningunni fjalla um myndmál verslunar með hversdagslegan varning, innfluttan og útfluttan; og það sem úreldist.
Það eru ekki aðeins hlutirnir í kringum okkur sem hreyfast til og frá, heldur erum við sjálf farþegar á stöðugri ferð tímans. Á eilífum flótta undan síðasta söludegi.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.