03.jún ~ 20.ágú

Innra, með og á milli

Gerðarsafn

03.06.2017 – 20.08.2017
03.06.2017 – 20.08.2017

Á sýningunni Innra, með og á milli er Gerði Helgadóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali listamannanna Ragnheiðar Gestsdóttur (IS), Theresu Himmer (DK/IS) og Emily Weiner (US). Samtal þeirra og könnun á ólínulegri túlkun á stað og tíma, tungumáli og þýðingum tók á sig áþreifanlega mynd haustið 2015 þegar þær umbreyttu rannsóknum sínum í sýninguna Speak Nearby í Soloway í Brooklyn, New York. Listamennirnir kynntust við MFA nám í School of Visual Arts í New York árið 2011.
Innra, með og á milli
Speak Nearby
Sýningunni í Gerðarsafni er ætlað að fanga vangaveltur um samhengi, tíma og skrásetningu sögunnar þar sem listamennirnir fjórir standa jafnfætis þvert á stað og tíma – einhvers staðar inn á milli.
Sýningarstjóri er Malene Dam, sem starfar í Kaupmannahöfn. Í starfi sínu hefur hún fengist við skrif um listir og menningu og sinnt sýningarstjórn sem gjarnan tengjast málefnum líðandi stundar, með áherslu á hinsegin og femínískan lestur og sögu, túlkun og erjur.

Mynd: Ragnheiður Gestsdóttir, Dregill, 2017

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira