Dönsum af okkur tærnar með Inspector Spacetime sem tekur forsal Salarins yfir á Safnanótt með sannkallaðri gleði- og orkusprengju!
Föstudagskvöldið 6. febrúar kl: 21:00 mun hljómsveitin Inspector Spacetime halda ærlegt partý í forsal Salarins. Þessi hressa danssveit er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónssyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geir Óskarssyni og eru þau þekkt fyrir grípandi taktfasta tóna og lifandi sviðsframkomu.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin þar til húsrúm leyfir.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Safnanætur í Kópavogi


















