Málverk Einars Lúðvíkssonar blanda ótal stílbrögðum saman með tilvísunum í okkar samtíma. Sýningin er unnin út frá kjötkveðjuhátíðarupplifun tilverunnar, (the carnival sense of the world).
Verkin eru súrrealísk, kúbísk og abstrakt í senn og er ætlun þeirra að blanda þessum stílum og hugmyndafræði saman innan um og og á milli verka til þess að fjalla bæði um innra líf og umheiminn.
