16.jún 15:00 - 16:00

Komd’inn | Perúskar stuttmyndir

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á sýningu fjögurra stuttmynda eftir perúska listamanninn Rafael Hastings (1945-2020), The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films on the Act of Disappearing) frá 1974, sunnudaginn 16. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd um yfirfærslu stuttmyndanna á stafrænt form. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Rafael Hastings (1945-2020) var perúskur fjöllistamaður og voru kvikmyndir hans hreyfiafl í suður-amerískri kvikmyndagerð. Sérstaða hans felst í tilraunakenndum stílbrögðum og samruna mismunandi listrænna þátta.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hugo Llanes myndlistarmann og er hluti af viðburðardagskrá Komd’inn. Eftir sýninguna verður sýnd stutt heimildarmynd um verk Hastings og rannsókn þeim.

Komd’inn hófst sem viðburðadagskrá í Gerðarsafni. Sýningarstjórar verkefnisins voru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari, Vikram Pradhan og Wiola Ujazdowska. Þau buðu nýjar raddir velkomnar inn á safnið og með þeim mótuðu þau viðburðadagskrá sem lagði upp með að höfða til fjölbreyttra hópa á þeirra eigin forsendum.

Nú er ráðgjafahópurinn í áframhaldandi sjálfstæðu samstarfi með safninu og sýningastýra þau viðburðum undir formerkjum Komd’inn áfram.

Nánar:

Stikla úr myndunum: https://www.youtube.com/watch?v=6zRfVW_A97k

Stuttmyndirnar, The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films On The Act Of Disappearing) (1974) byggði Hastings á verkum Fernando Llosa Porras, sem rannsakaði forna kínverska goðsögn sem segir frá upphafi nýs tímabils á táknrænan hátt. Llosa Porras benti á að kjarni þessarar goðsagnar líktist goðafræði menningarheimanna í Andesfjöllum og Mesóameríku.

Stuttmyndirnar fjórar voru sýndar árið 1976 í Lima í Perú fyrir örfáa áhorfendur og voru síðar sýndar í New York. Í Perú var sýningu á þeim hafnað vegna atriða sem innihéldu nekt. Það var þá sem framleiðandinn, Juan Barandiarían, ákvað að gera útgáfur af myndunum fyrir almenning sem væri hægt að dreifa í kvikmyndahús en var þetta gert gegn vilja höfundarins. Með tímanum týndust bæði eintök af þessum útgáfum og afrit Hastings sjálfs.

Eftir að myndirnar höfðu verið týndar í 50 ár tók það perúska sýningarstjórann José-Carlos Mariátegui næstum tvo áratugi að finna þær en myndirnar fundust loksins í Spanish Cinematheque árið 2021. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir að Hastings lést.

Með því að bjarga kvikmyndum Hastings frá glötun og kynna kvikmyndagerð hans í Perú og á alþjóðavettvangi, er miðað að því að viðurkenna gildi verka hans og framlag hans til kvikmyndasögu í Perú og Rómönsku-Ameríku. Stafræn endurgerð, skráning og varðveisla var möguleg þökk sé styrkveitingum frá Audiovisual Preservation Stimulus og frá menningar- og menntamálaráðuneyti Perú.

Deildu þessum viðburði

13
okt
Bókasafn Kópavogs
17
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

20
okt
Bókasafn Kópavogs
24
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

03
nóv
Bókasafn Kópavogs
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
17
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

11
okt
12
okt
Salurinn
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
okt
Salurinn
16
okt
Gerðarsafn
16
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
25
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira