02.feb 20:00 - 21:00

Layali Fairuz | Nætur Fairuz

Líbanska söngkonan Fairuz er dýrkuð og dáð víða um heim og hefur hrifið hjörtu margra kynslóða í Miðausturlöndum með ljóðrænum textum og tímalausum melódíum.

Á Vetrarhátíð fara fram tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem hrífandi tónlist Fairuz hljómar í flutningi einvala hóps tónlistarfólks og gestasöngvara en hljómsveitina skipa Thabit Lakh, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Alexandra Kjeld, Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Bragason, Kristofer Rodriquez Svönuson og Erik Quick.

Kórinn skipa auk hljómsveitarmeðlima þau Ahmed Khaled Rdwan, Amber Lim, Amel Barich, Ása Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún Árnadóttir, Inna Bulahova, Konráð Atli Helgason, Maria Alejandra Zerpa Lugo, Mia I. Georgsdóttir, Mouna Monica Nast, Qais Al Nabwani, Ríma Naser, og Valeria Cafiso.

Við bjóðum bæði aðdáendum söngkonunnar og þeim sem vilja kynnast tónlist hennar að upplifa töfraheim Fairuz sem er dáðasta söngkona hins arabískumælandi heims.

Ókeypis er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Hér er hægt að tryggja sér sæti.

Tónleikarnir eru liður í Vetrarhátíð sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Bókasafn Kópavogs
09
ágú
Bókasafn Kópavogs
10
ágú
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Salurinn

14
ágú
17
ágú
Salurinn
03
sep
Salurinn
04
sep
Salurinn
06
sep
Salurinn
07
sep
Salurinn
10
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn

Sjá meira