21.jún 2025 15:00 - 16:00

Leiðsögn | Berglind Erna Tryggvadóttir

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýningu Guðrúnar Bergsdóttur með Berglindi Ernu Tryggvadóttur myndlistarmanni og kennara laugardaginn 21. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni.

Guðrún Bergsdóttir skapaði á jaðrinum, starfaði í hliðarsenu íslenskrar myndlistar. En hún steig samt sem áður nokkur mikilvæg spor yfirstóra þröskulda inn í stóru söfnin og á aðalsviðin, mest að tilstuðlan hátíðarinnar List án landamæra. Guðrún sýndi margoft á hátíðinni og var valin heiðurslistamaður hennar árið 2011. En þó að Guðrún hafi verið staðsett á jaðrinum töluðu verk hennar inn í hjörtu ófárra myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist sem fundu undur og innblástur í verkunum. Í starfi óhefts huga sem lagði ekki upp með að brjóta reglurnar heldur bjó til sínar eigin. Þannig setja 64 útsaumsverk mark sitt á íslenska listasögu þótt þau hafi orðið til í frelsi frá henni.

Guðrún saumaði út. Hún skissaði ekki myndina upp áður heldur saumaði einfaldlega beint út í strammann, hugur leiddi út í hönd. Hún saumaði meðal annars á ferðum sínum með strætó og í kaffipásum sínum í vinnunni sem skilur eftir sér sterka mynd í hugskoti. Af hinum ötula listamanni sem þarf ekki hina fullkomnu aðstöðu eða tíma, heldur finnur kannski einmitt hugarró í því að skapa verkin. Útsaumur er miðill þolinmæði, hinna smáu spora sem safnast saman. Áður vann Guðrún tússmyndir þar sem tússsporin eru ekki ósvipuð saumsporunum en í hennar meðförum fá eiginleikar tússlitarins að njóta sín, hvernig hann markar alltaf hverja stroku og er varhugaverður í festunni sem hann markar pappírinn með. Báðir þessir miðlar eru í senn hefðbundnir og á jaðrinum, sköpunartól sem Guðrún beitir meðólíkri snerpu, frá hraðvirkni til nosturs. Þau bera þó með sér sömu nákvæmni og natni þar sem form umbreytast í lífrænan munsturtakt. Verkin gætu kveikt löngun í fólki til að strjúka þeim varlega og syngja fyrir þau. En ekki snerta verkin. Leyfið þeim að snerta ykkur.

Deildu þessum viðburði

02
feb
Bókasafn Kópavogs
09
feb
Bókasafn Kópavogs
16
feb
Bókasafn Kópavogs
23
feb
Bókasafn Kópavogs
02
mar
Bókasafn Kópavogs
09
mar
Bókasafn Kópavogs
16
mar
Bókasafn Kópavogs
23
mar
Bókasafn Kópavogs
30
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

31
jan
Salurinn
31
jan
Bókasafn Kópavogs
31
jan
Bókasafn Kópavogs
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

02
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Bókasafn Kópavogs
04
feb
Gerðarsafn
04
feb
Náttúrusafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

04
feb
03
maí
Gerðarsafn
04
feb
Gerðarsafn
06
feb
Gerðarsafn
06
feb
Gerðarsafn
06
feb
Gerðarsafn
16
maí
06
sep
Gerðarsafn

Sjá meira