18.jan 14:00

Leiðsögn í hægum takti um sýninguna Óstöðugt land

Gerðarsafn

Björg Stefánsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir leiða gesti um sýninguna Óstöðugt land í hægum takti, laugardaginn 18. janúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Öll eru velkomin! Athugið að sunnudagurinn 19. janúar er síðasti dagur sýningarinnar.

Leiðsögn á hægum takti (e. slow looking) er aðferð sem felur í sér að skoða listaverk eða umhverfi í rólegheitum og meðvitaðri athygli. Markmiðið er að gefa smáatriðum meiri tíma sem og túlkunum og tilfinningum sem listaverk geta vakið, frekar en að líta hratt yfir verk eða sýningar. Með nálgun sem þessari er áhersla lögð á innri skilning og tengingar við listaverk frekar en fræðilega þekkingu. Gestir þurfa ekki að hafa neina fyrri reynslu af slíkum heimsóknum til þess að taka þátt.

Björg Stefánsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands árið 2022 með áherslu á núvitund í starfi safna og aðferðir sem hafa verið þróaðar og notaðar víða um heim til að auka við upplifun safnagesta. Upplifun á myndlist með áherslu á núvitund getur verið í gegnum leidda hugleiðslu, hæghorf sem og ýmsar aðferðir til þess að hugsa sjónrænt.

Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfsverkefni Gunndísar og Þorgerðar frá því árið 2021 í tengslum við eyjuna Surtsey. Í verkefni sínu leggja þær áherslu á upplifun fólks sem hafa fengið tækifæri til að heimsækja Surtsey og skoða hvaða þættir móta hugmyndir okkar um fjarlæga staði. Undanfarin ár hafa þær tekið viðtöl við einstaklinga sem hafa ferðast til eyjarinnar með fjölbreytt markmið og ólíkan tilgang.
Við gerð sýningarinnar unnu Þorgerður og Gunndís ný verk sem byggja á viðtölunum, efni úr heimildasafni Surtseyjarfélagsins, steinasýnum frá eyjunni, sandfoki úr Pálsbæ II, eina skálanum á eyjunni og upptökum úr þrívíddarmódeli af Surtsey sem Birgir V. Óskarsson jarðfræðingur hjá NÍ, hefur byggt upp og þróað með ljósmyndum og mælingum frá árinu 2019.

Sýningastjórn er í umsjón Becky Forsythe. Myndlistarkonurnar vilja þakka samstarfsaðilum sínum, Náttúrufræðistofnun, Surtseyjarfélaginu og þátttakendum fyrir framlag sitt til sýningarinnar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
26
jan
Gerðarsafn
19
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira