Verið öll velkomin á leiðsögn með Pari Stave um sýninguna Störu, sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 í Gerðarsafni. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku.
Pari Stave er sýningarstjóri á Listasafni Íslands og var forstöðumaður Skaftfells 2022-2023. Pari starfaði hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS).
Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir árskortshafa.