21.sep 15:00 - 16:00

Leiðsögn sýningarstjóra og listamanna | Corpus

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið öll velkomin á leiðsögn um sýninguna Corpus með Daríu Sól Andrews sýningarstjóra og listamannatvíeykisinu Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka sunnudaginn 21. september kl. 15:00 í Gerðarsafni.

Klāvs Liepiņš (f.1991) og Renāte Feizaka (f.1987) eru listatvíeyki sem vinna saman bæði í Lettlandi og á Íslandi. Í listsköpun sinni rannsaka þau tengsl mannslíkamans við vistfræðileg kerfi og umhverfisbreytingar þar sem þemun eru aðlögun, sjálfsmynd og það að tilheyra í hitnandi heimi. Gegnum innsetningar, skúlptúr og rannsóknartengdar aðferðir skapa
þau skynverk sem endurspegla samband loftslags, menningar og líkamleika.


Í innsetningu Klāvs og Renātu er áhorfandinn staðsettur innan brotakenndrar, marglaga sjónrænnar frásagnar sem krefst hreyfingar í gegnum rýmið og umbreytir þannig passívu áhorfi í líkamlega þátttöku. Samspil vörpunar, hljóðs og rýmis afmáir mörkin milli eiginlegra og sýndarverulegra umhverfa. Í innsetningunni er vídeóverki varpað upp á loft sýningarrýmisins–úthugsað inngrip í rýmið sem býður áhorfendum að nálgast verkið af íhugun og í jarðbundinni stöðu. þessu verki leita þau í sína persónulegu og menningarlegu arfleifð sem á einkum rætur í lettneskum þjóðsögum og náttúrutrú. Verkið hefur pólitískar vísanir og markmiðið er að áhorfendur sitji eftir íhugulir. Listrænt samstarf þeirra skoðar órjúfanleg en þó viðkvæm tengsl milli mannslíkamans og náttúrunnar–samband sem í sífellu mótast og spennist af valdatogstreitunni þar á milli.

Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugur heldur síkvikur og samofinn umhverfi sínu.

Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir árskortshafa.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
sep
Salurinn
04
sep
Bókasafn Kópavogs
04
sep
Gerðarsafn
05
sep
Salurinn
20:30

Belonging?

05
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

06
sep
Salurinn
06
sep
Bókasafn Kópavogs
06
sep
Bókasafn Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

04
sep
Gerðarsafn
21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

Sjá meira