Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn Hildigunnar Birgisdóttur sýningarstjóra sýningar Guðrúnar Bergsdóttur sunnudaginn 10. ágúst kl. 15:00 í Gerðarsafni. Athugið að þetta er síðasti dagur sýningarinnar.
Gerðarsafn heiðrar Guðrúnu Bergsdóttur (1970–2024) og listferil hennar með yfirlitssýningu í sýningarstjórn Hildigunnar Birgisdóttur. Guðrún skapaði á jaðrinum, starfaði í hliðarsenu íslenskrar myndlistar en verk hennar töluðu inn í hjörtu ófárra sem fundu undur og innblástur í þeim. Í starfi óhefts huga sem lagði ekki upp með að brjóta reglurnar heldur bjó til sínar eigin. Þannig setja verk hennar mark sitt á íslenska listasögu þótt þau hafi orðið til í frelsi frá henni. Samhliða sýningunni kom út bókin Hugarheimar sem fjölskylda Guðrúnar kom fallega til leiðar í samstarfi við Hörpu Björnsdóttur.
Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir árskortshafa.