03.apr 12:15 - 13:00

Leiðsögn sýningarstjóra | Stara

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Verið velkomin á leiðsögn um Störu með Brynju Sveinsdóttur og Hallgerði Hallgrímsdóttur sýningarstjóra sýningarinnar, fimmtudaginn 3. apríl kl. 12.15. Öll eru hjartanlega velkomin!

Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.
Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaust viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.

Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
23
okt
01
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Bókasafn Kópavogs
27
okt
Bókasafn Kópavogs
13:00

Krakkabíó

27
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Bókasafn Kópavogs
28
okt
Bókasafn Kópavogs
28
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
28
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
09
nóv
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira