04.feb 2024 14:00 - 15:00

Leiðsögn | Unnar Örn Auðarson

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Unnar Örn Auðarson myndlistarmaður verður með leiðsögn um Venjulega staði og rýnir í sýninguna fyrir gesti.

Unnar Örn útskrifaðist árið 1999 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö 2003. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn með frásagnir og merkingu sögunnar og gefur fundnu efni samhengi og nýja þýðingu innan ramma myndlistar. List hans er ekki bundin ákveðnum miðli en verk hans eru jafnan hlutar eða brot úr stærri leiðangri sem tekur á sig samhengi þess sýningarstaðar sem verkið er hluti af hverju sinni. Bókverk, auk annars prentefnis, skipa veigamikinn þátt í höfundarverki listamannsins.

Ljósmyndin er magnað fyrirbæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún upp tilfinningu fyrir rými og efni. Við skynjum myndina, trúum á hana. Þó er enginn sannleikur í myndinni nema sá sem verður til í hugskoti áhorfandans. 

Upphafið að sýningunni liggur í ljósmyndinni sem er könnuð í gegnum verk í öðrum miðlum. Líkt og ljósmyndin hafi teygt sig of langt upp úr flatneskjunni og umbreyst í eitthvað annað.  

Hér eru ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys og Tine Bek; myndlist sem sprettur úr skynjun mannverunnar á umhverfi sínu. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að veita hversdeginum ýtrustu athygli og beygja venjuleikann, oft með því einu að benda á hann. Verkin bera vitni um hversdaginn sem listamaðurinn hefur hoggið lítil brot úr og fyllt vasa sína til að geta sýnt okkur gersemarnar.

Seinni fasi sýningarinnar, Venjulegar myndir, verður opnaður 10. febrúar þar sem sýnd verða verk eftir Ívar Brynjólfsson, Kristínu Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiði Gestsdóttur og Tine Bek. 

Aðgöngumiði á safnið gildir, frítt fyrir árskortshafa.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Salurinn
05
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
des
Gerðarsafn
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
des
Menning í Kópavogi

Sjá meira

Gerðarsafn

05
des
Gerðarsafn
10
des
Gerðarsafn
10
des
Gerðarsafn
12:15

Leiðsögn

18
des
Gerðarsafn

Sjá meira