Komið að gera tilraunir með ljós og litaðar filmur og búum til listaverk úr öllum regnbogans litum! Jóhanna Ásgeirsdóttir verður með listsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vetrarfríi grunnskólanna þriðjudaginn 25. febrúar kl 13:00 í Gerðarsafni. Efniviður verður á staðnum og þátttaka í smiðjunni er gestum að kostnaðarlausu. Hlökkum til að sjá ykkur!
Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) myndlistarmaður og kennari. Hún vinnur innsetningar, upplifanir og skúlptúra innblásna af raunvísindum og umhverfismálum. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, Berlín og New York. Hún starfar nú sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar List án landamæra, sem kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við ýmis skapandi verkefni.