21.sep 2025 13:30

Líf og ástir kvenna

Salurinn

Salurinn
3.900 - 4.500 kr.

Jóna G. Kolbrúnardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir & Þóra Kristín Gunnarsdóttir.

Ljóðaflokkurinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann hefur löngum verið vinsæll meðalflytjenda og áheyrenda. Ekki er að undra- tónlistin er undurfalleg og hittir beint í hjartastað.Ímynd konunnar í ljóðum flokksins er þó heldur flöt og óspennandi, þar sem hún er einungis til staðar til að elska manninn sinn og ala börn hans. Nú á dögum getur því verið vandasamt að finna þessum ljóðaflokk viðeigandi stað í ljóðatónleikadagskrá.

Svipað er uppi á teningnum með ljóðaflokkinn Mädchenblumen eftir Richard Strauss – tónlistin er einstaklega heillandi en konurnar eru hlutgerðar og líkt við blóm.

Á þessum tónleikum bjóðum við áheyrendum upp á að njóta þessara fallegu lagaflokka fyrir hlé. Þar er horfið aftur í aldirnar – við setjum hlutina í samhengi og njótum tónlistarinnar með opnum huga, því auðvitað var samfélagið á tímum Schumann og Strauss talsvert ólíkt okkar.

Eftir hlé kemur svo andsvarið frá Cheryl Frances-Hoad við ljóð Sophiu Hannah, eins konarnútíma-útgáfa af Frauenliebe und Leben. Frances-Hoad varð fyrir miklum innblæstri af Frauenliebe und Leben, tónlistin byggir á tónsmíðum Schumann og tengist þeim náið, en ljóðineftir Sophiu Hannah eru öllu nútímalegri og sýna ástarlíf konu í öðru ljósi.

Efnisskrá:

Richard Strauss: Mädchenblumen (Felix Dahn)

Robert Schumann: Frauenliebe und Leben (Adelbert von Chamisso)

Cheryl Frances-Hoad: One life stand (Sophia Hannah

FRAM KOMA

Jóna G. Kolbrúnardóttir

Söngur

Hildigunnur Einarsdóttir

Söngur

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

Píanó

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
14
des
Salurinn
14
des
Salurinn
14
des
Menning í Kópavogi
15
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
16
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Salurinn
17
des
Bókasafn Kópavogs
17
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

14
des
Salurinn
14
des
Salurinn
17
des
Salurinn
11
jan
Salurinn
01
feb
Salurinn
13:30

Dáland

07
feb
02
nóv
Salurinn
19
feb
Salurinn
27
feb
Salurinn

Sjá meira