26.jan 15:00

Adele Hyry og JH Engström | Leiðsögn | Stara

Gerðarsafn

Verið velkomin á spjall með Adele Hyry og JH Engström sunnudaginn 26. janúar kl. 15:00 í Gerðarsafni. Adele og JH Engström eiga verk á sýningunni Stara sem opnar 25. janúar í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

Adele Hyry FI (f. 1994) er listamaður og ljósmyndari sem býr í Helsinki. Ljósmyndaverk háns skoða persónulega þætti lífsins en hán leitast við að sprengja verkin út sem eiga þó rætur sínar í raunveruleikanum. Adele nýtur þess að prófa sig áfram með stækkun mynda í litmyrkraherbergi og setja fundna hluti í nýtt samhengi í framsetningum sínum sem gefa verkunum yfirbragð skúlptúra. Hán reynir að forðast fyrirfram ákveðna ramma og stígur út fyrir ríkjandi norm. Ást, samfélag og umhyggja koma ítrekað fram í fjölbreyttum verkum Hyry sem spretta úr skrásetningu á hversdeginum og umbreytast í sýningar og útgáfur. Hyry útskrifaðist með BA gráðu frá ljósmyndadeild Lahti Institute of Design í Finnlandi. Hán hefur einnig stundað nám í ljósmyndun við Valand Academy í Gautaborg.

JH Engström (f. 1969) er sænskur ljósmyndari og vídeólistamaður sem býr og vinnur á milli Parísar og Värmland. Í listsköpun sinni sneiðir Engström framhjá hefðbundnum reglum ljósmyndamiðilsins og leyfir sér fullkomið frelsi. Hann fer létt með að fanga augnablik sem og að sviðsetja myndir, leggur til jafns fyrir sig svart-hvíta ljósmyndun og lit, hann hefur náð tökum á tilviljuninni og leikur sér með tækni til að setja fram vangaveltur um ljósmyndunina sjálfa. Nálgun Engströms felur í sér mjög persónulega túlkun á heiminum þar sem sjálfsævisöguleg könnun er í aðalhlutverki. Hvert portrett eða sjálfsmynd, náttúru- eða landslagsmynd, ber í sér safn minninga og myndar nána, sjónræna og ljóðræna dagbók.

JH Engström hefur sýnt víða alþjóðlega og gefið út fjölda ljósmyndabóka, þar á meðal Shelter (1997), Trying to Dance (2003), Haunts (2005), Tout vas bien (2015) og The Frame (2022).

Myndir: Adele Hyry, JH Engström.

Nánari upplýsingar um sýninguna:
https://gerdarsafn.kopavogur.is/event/stara/

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
23
feb
Salurinn
23
feb
Salurinn
24
feb
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Bókasafn Kópavogs
24
feb
Náttúrufræðistofa Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
25
feb
Bókasafn Kópavogs
14:00

Spilastuð

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
26
feb
Gerðarsafn
09
mar
09
feb
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

Sjá meira