11.nóv 13:00 - 15:00

Gerðarsafn

Luktasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Í þessari notalegu samverustund geta börn og fjölskyldur komið saman og búið til marglitar luktir sem tendra ljós, hið innra og hið ytra, þegar myrkasti tími ársins er að ganga í garð. Allur efniviður verður á staðnum, aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

11. nóvember er dagur heilags Marteins en á miðöldum markaði sá dagur víða upphaf vetrar og skammdegistíðar. Ein af táknrænum hefðum þess dags er luktaganga þar sem börn ganga syngjandi um stræti með litlar luktir sem þau hafa gjarnan búið til sjálf; ljósin lýsa upp myrkrið og kuldann.

Marteinn var biskup í borginni Tours í Frakklandi á fjórðu öld fyrir Krist, þekktur fyrir lítillæti, hógværð og hjartagæsku, verndari hinna fátæku og smáðu. Hann gegndi ungur maður herþjónustu en fræg er sagan af því þegar hann gekk í fullum herskrúða fram á kaldan og hrakinn betlara við borgarhlið í Tours. Marteinn fann til með fátæka manninum, hjó með sverði kápu sína í tvennt og klæddi betlarann í annan helminginn. Upp frá því sagði Marteinn skilið við herþjónustu og helgaði líf sitt þess í stað velgjörðum.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Deildu þessum viðburði

01
mar
Gerðarsafn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Bókasafn Kópavogs
26
feb
Gerðarsafn
27
feb
Bókasafn Kópavogs
27
feb
Bókasafn Kópavogs
27
feb
Bókasafn Kópavogs
28
feb
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

01
mar
Bókasafn Kópavogs
01
mar
Gerðarsafn

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
26
feb
Gerðarsafn
01
mar
Gerðarsafn
01
mar
Gerðarsafn
06
mar
Gerðarsafn
09
mar
09
feb
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn

Sjá meira