Lærðu að gera manga-myndasögu í vetrarfríinu! Smiðjan hentar bæði byrjendum og þeim sem sóttu síðustu mangateiknismiðju sem haldin var í desember.
Í smiðjunni læra þátttakendur að teikna flotta myndasöguramma og setja saman skiljanlega sögu. Einnig verður farið í grunnatriði á borð við hvernig á að teikna haus o.fl.
Guðbrandur Magnússon er teiknari og kennir mangateikningu hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og Nexus.
Smiðjan er fyrir 11 ára og eldri og fer fram í Huldustofu á þriðju hæð. Efniviður verður í boði á staðnum.
Frítt inn og öll ungmenni hjartanlega velkomin!









