Klara Þórhallsdóttir verkefnastjóri sýninga leiðir gesti í gegnum sýninguna SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR. Með sýningunni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningarröðin, sem fer nú fram í þriðja sinn, er ætlað að heiðra Gerði og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru saman tengingar við hreyfingar í samtímaskúlptúr. Þátttakendur í sýningarröðinni í ár voru valdir úr 100 manna hópi listamanna. Þau eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir og Styrmir Örn Guðmundsson sem sýna verk sín, samhliða verkum Gerðar Helgadóttur.