Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin!
Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival og vann Outstanding Excellence Award á Desert Edge Global Film Festival í Indlandi. Richardt hefur unnið fyrir Marina Abramović og kom fram á Louisiana Museum of Modern Art og Henie Onstad Art Centre. Hann hefur sýnt verk sín í Nikolaj Art Gallery, Vraa Exhibition, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu Nordic og Nitja miðstöð fyrir samtímalist í Noregi. Richardt fer með hlutverk Raphaels í sjónvarpsþáttunum Felix og Klara sem verða sýndir á RÚV í sumar.