25.ágú 20:00

Óður til hávaða // Ljósið og ruslið

Salurinn

Á þessum stórtónleikum má sjá í fyrsta sinn tónlistarkvikmynd Úlfs Eldjárns og Patrik Ontkovic, Hamraborgin: Óður til hávaða, sem byggir á tónverki Úlfs; innblásnu af Hamraborg og öflugri tónlistarsenu Kópavogs. (Hægt er að lesa nánar um verkið hér að neðan).

Einnig má sjá marglaga sviðs og tónverk, Benedikts Hermann Hermannssonar og Ásrúnar Magnúsdóttur, Ljósið og Ruslið, flutt af kröftugum kvennakór og hljómsveit. (Hægt er að lesa nánar um verkið hér að neðan).

Frítt er inn á tónleikanna, en mætið tímanlega því sætafjöldi er takmarkaður.


Hamraborgin er ný tónlistarkvikmynd eftir Úlf Eldjárn og Patrik Ontkovic. Kvikmyndin byggir á tónverki Úlfs: Hamraborgin – óður til hávaða, sem var samið fyrir sjö trommuleikara og elektróník. Kveikjan að verkinu voru umræður um hversu margir áhrifamikilir trommuleikarar hefðu í gegnum tíðina komið úr Kópavoginum, ekki síst í tengslum við þá miklu grósku sem þar var í pönki, þungu rokki og dauðarokki. Má segja að bæjarfélagið Kópavogur hafi á köflum myndað menningarlegt mótvægi við höfuðborgina og orðið að landfræðilegri miðju neðanjarðartónlistar á Íslandi.
Í kvikmyndinni er flutningur verksins festur á filmu og blandað saman við myndefni sem er tekið upp í og í kringum Hamraborg í Kópavogi. Þar var goðsagnakennd skiptistöð og undirgöng, þar sem nokkrar kynslóðir unglinga í Kópavoginum hengu. Á sama blettinum risu síðar menningarstofnanir Kópavogs, m.a. Tónlistarskóli Kópavogs og raftónlistarstúdíó hans, þar sem ófáir tónlistarmenn, m.a. annars höfundur þessa tónverks, stigu sín fyrstu skref í gerð raf- og hávaðatónlistar. Þar stendur einnig í dag einn besti tónleikasalur landsins, og flaggskip menningar í Kópavogi, Salurinn, þar sem flutningur verksins fór fram.
Trommuleikararnir sjö sem koma fram í myndinni eru jafnólíkir og þeir eru margir. Flest þeirra eru alin upp í Kópavoginum en eiga það öll sameiginlegt að hafa á einhvern hátt synt á móti straumnum.


Ljósið & Ruslið er marglaga sviðs- og tónverk eftir tónskáldið Benedikt Hermann Hermannsson og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund. Verkið er samið fyrir og flutt af kvennakór og hljómsveit. Hljómsveitina skipa þau Ívar Pétur Kjartansson trommuleikari, Margrét Arnardóttir hljómborðs- og harmonikkuleikari, Benni Hemm Hemm gítarleikari og Ása Dýradóttir bassaleikari sem einnig syngur í kórnum. Ásamt Ásu í kórnum eru 30 konur sem syngja öll lögin og dansa einfaldar kóreógrafíur sem Ásrún semur, en Ásrún syngur líka í kórnum. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Ragnheiður Maísól Sturludóttir sem auðvitað er kórmeðlimur.

Sýningin samanstendur af 12 lögum en hvert lag felur í sér sitt eigið sögusvið, sína eigin kóreógrafíu, hljóðheim og framsetningu. Farið er frá ljúfsárum ballöðum yfir í dansandi stuðpopp og þaðan í hefðbundnar kórútsetningar. Lögin fjalla um gráan hversdaginn en líka drauma og vonir. Kóreógrafían er einföld en kórinn myndar ýmiskonar form og tekur á sig allskonar myndir.

Kórinn samanstendur af allskonar konum. Sumar eru tónlistarkonur og/eða hafa reynslu af því að syngja í kór. Aðrar eru dansarar og danshöfundar eða sviðslistakonur og enn aðrar eru bara forvitnar og framsæknar konur sem langaði að vera með. Svona stór kvennakór af svona ólíkum konum hefur mjög margt að segja við áhorfendur og áheyrendur sína.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Salurinn

23
jan
Salurinn
23
jan
Salurinn
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
07
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn
15
feb
Salurinn
21
feb
Salurinn

Sjá meira