17.jan 2020 19:00

Opnun | Afrit & GERÐUR

Gerðarsafn

Sýningarnar Afrit og GERÐUR verða opnaðar í Gerðarsafni föstudaginn 17. janúar, kl. 19.

Sýningin Afrit verður opnuð í Gerðarsafni föstudaginn 17. janúar, kl. 19 sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Á sama tíma verður ný grunnsýning; GERÐUR, opnuð á neðri hæð safnsins.
Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Verkin á sýningunni minna á að ljósmynd er afritun og endurtekning á því sem hún birtir. Afritunin sjálf verður að umfjöllunarefni listamannanna með vísun í það að ljósmyndir eru augnablik sem hafa verið fryst, afrituð og varðveitt. 
Listamenn: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Bjarki Bragason, Claudia Hausfeld, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Þórdís Jóhannesdóttir.
Sýningarstjóri: Brynja Sveinsdóttir

Á sýningunni GERÐUR er sjónum beint að járnverkum Gerðar frá 6. áratugnum. Gerður var fyrsti íslenski listamaðurinn til að nota járn í sinni list og var frumkvöðull þrívíðrar abstraktlistar hérlendis. Sýningin er framhald af yfirlitssýningu sem haldin var í 2018 þar sem 1400 verk hennar í safneign Gerðarsafns voru höfð til grundvallar. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstef í starfsemi Gerðarsafns sem einnig endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu.

Á opnuninni mun einnar konu hljómsveitin DJ flugvél og geimskip sjá gestum og gangandi fyrir tónaflóði.

Mynd: Hallgerður Hallgrímsdóttir, A Few Thoughts on Photography Vol. II, 2019.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
09
nóv
Gerðarsafn
10
nóv
Bókasafn Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn

Sjá meira

Gerðarsafn

09
nóv
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
29
nóv
Bókasafn Kópavogs
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira