19.jan 20:00

Opnun | Líkamleiki

Gerðarsafn

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir safnstjóri Gerðarsafns opnar sýninguna

Sýningin Líkamleiki er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Á sýningunni eru verk átján samtímalistamanna sem vísa í líkamann og líkamleika á ýmsa vegu. 
Leiðarljós sýningarinnar er maðurinn sem líkamleg vera sem upplifir, bregst við og á samskipti við annað fólk, náttúru og borgarumhverfi sem líkami. Titill sýningarinnar er fenginn að láni úr fyrirbærafræði, sem er grein innan heimspeki þar sem gerð er tilraun til að  endurheimta einlæg tengsl mannsins við heiminn. Líkami okkar leikur veigamikið hlutverk í upplifun okkar á heiminum og er hugtakið líkamleiki notað til að minna á að við upplifum og bregðumst við heiminum sem hugsandi og skynjandi líkamar, sem endurspeglast í verkum sýningarinnar. Líkaminn birtist í verkum sem miðill listamannsins í gjörningum, í líkamlegri upplifun og viðbrögðum okkar við heiminum, holdlegri náttúru og samruna manns og líkama.
Sýningin mun standa til 15. apríl og verður haldin fjölbreytt viðburðadagskrá tengd henni. Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Haraldur Jónsson, Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Elvarsdóttir, Klængur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Roni Horn, Sigurður Guðmundsson, Steina, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira