Matjurtaspjall á Lindasafni

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur leiðir matjurtaspjall á Lindasafni, þriðjudaginn 3. október kl. 17. Langar þig að rækta þitt eigið grænmeti? Var uppskeran ekki alveg í takt við væntingar? Ertu grænmetishvíslari? Sama hvar þú stendur í ræktun þá er matjurtaspjallið fyrir þig.  Síðasta vor hófst tilraunarækt á matjurtum hjá Bókasafni Kópavogs sem hluti af sjálfbærnistefnu safnsins. Við […]

Sýningarsalir lokaðir á efri hæð

Sýningarsalir á efri hæð safnsins eru lokaðir tímabundið þar sem verið er að taka niður sýninguna FORA eftir Rósu Gísladóttur. Ný sýning Skúlptúr / skúlptúr opnar laugardaginn 30.september. Grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur er opin á neðri hæðinni og auðvitað Krónikan. Breytingar eru á fræðslurýminu en opnar það fyrir helgina 23-24.september

Sólótónleikar með Benna Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm hefur gert víðreist með hljómsveit sinni undanfarið og gefið út meiri tónlist en nokkru sinni fyrr á sínum tuttugu ára ferli. Miðvikudaginn 22. nóvember gefst tækifæri til að sjá Benna Hemm Hemm einan á sviði í Salnum í Kópavogi þar sem hann mun flytja lög sín í sinni einföldustu mynd, vopnaður gítar […]

Mandólín | Útgáfutónleikar

Gleðisveitin Mandólín fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með fjörugum laugardagstónleikum í Salnum. Á efnisskrá er skemmtitónlist í bland við tregatóna frá ólíkum heimshornum. Finnskur og argentínskur tangó, líbönsk danssveifla, klezmerfjör og balkanmúsík og sígrænar ballöður, sumar í sérstökum tyllidagabúningi í tilefni dagsins. Hljómsveitin Mandólín var stofnuð í garðskála í Kópavogi árið 2014 og hefur starfað […]

Lokahóf og leiðsögn

Verið öll velkomin á lokahóf sýningarinnar Fora, miðvikudaginn 20. september kl. 17 í Gerðarsafni. Miðvikudagurinn er síðasti dagur sýningarinnar. Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri Fora og Rósa Gísladóttir ætla að leiða gesti um sýninguna. Þegar gengið er inn á sýningu Rósu Gísladóttur vaknar tilfinning um að við séum stödd samtímis á fornum samkomustað og í rústum framtíðarinnar. […]

Hlutverkasetur

Listahópurinn Hlutverkasetur opnar þann 16. september samhliða sýningaropnunum í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu. Sýningin er hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu sinni. Hlutverkasetur er virknimiðstöð þar sem fólk getur valið sér verkefni við hæfi í listasmiðjum og á fjölbreyttum námskeiðum. Verk listafólksins á sýningunni í Gerðarsafni eru […]

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.